Hugur - 01.01.2013, Síða 7

Hugur - 01.01.2013, Síða 7
 Inngangur ritstjóra  smiðshöggið á Hug að þessu sinni. Það þarf ekki að Mölyrða um mikilvægi Páls fyrir íslenska heimspeki og það er sérstakur fengur að þessum tveimur greinum. Spurningin um það hvert eigi að vera hlutverk heimspekingsins í opinberu lífi er mikilvæg og hefur reyndar með hlutverk heimspekinnar sem slíkrar að gera og er sérstaklega aðkallandi nú á tímum. Að sumu leyti skylda spurningu má bera fram þegar kemur að því riti sem hér er komið út. Til hvers er tímaritið Hugur? Heimspekingar spyrja gjarnan um tilgang hlutanna með það að markmiði að skilja betur eðli þeirra og eiginleika. Tilgangsspurningin um Hug er þó í mínum huga ekki heimspekileg nema upp að ákveðnu marki. Hugur er eina tímaritið á íslensku sem er tileinkað heimspekinni sértaklega. Það er gefið út af Félagi áhugamanna um heimspeki. Lesendur þess eru áhugamenn um heimspeki á Íslandi. Því virðist liggja í augum uppi að tilgangur tímaritsins sé að vera vettvangur fyrir heimspekilega umræðu á íslensku, að vera vettvangur fyrir þær hugmyndir sem ber hæst á hverjum tíma, að veita þeim sem stunda heimspeki á íslensku tækifæri til að ná til lesenda sem eru ekki endilega heimspekingar heldur áhugamenn um heimspeki og heimspekilega hugsun. Hug- ur hefur einnig það hlutverk að vera eina ritrýnda heimspekitímaritið á íslensku. Hugur hefur því einnig þann tilgang að vera sá miðill heimspekilegrar umræðu þar sem mestar kröfur eru gerðar til formfestu og fræðilegra atriða. Meðan á vinnslu tölublaðsins stóð leitaði sú hugsun oft á ritstjóra hvort þessar tvær kröfur sem gerðar eru til Hugar, eða þessar tvær hugmyndir um tilgang hans, eigi eða geti farið saman svo vel sé. Er sjálfsagt að það fari saman að vera ritrýnt tímarit með þeim fræðilegu kröfum sem því fylgir og að vera vettvangur fyrir áhugamenn um heimspeki? Það er t.d. áhugvert að í þessu tölublaði birtist engin grein eftir höfund sem ekki er sérmenntaður á sviði heimspekinnar eða skyldrar greinar, enda vandséð hvernig grein rituð af öðrum en fagaðila kæmist í gegnum ritrýni. Nú má ekki skilja þetta svo að ég sé að vega að ritrýni, og því síður að ritrýnum, heldur er ég einfaldlega að velta upp spurningunni um tilgang. Ef Hugur á að vera vettvangur fyrir heimspekilega orðræðu á íslensku virðist mér skjóta skökku við að sú krafa sé gerð til orðræðunnar að hún sé akademísk og standist allar helstu formkröfur akademískrar framsetningar. Heimspekileg hugsun og heimspekileg orðræða hlýtur að þurfa að vera til á öðru formi en nákvæmlega þessu. Er það hlutverk Hugar að sinna fleiri birtingarmyndum heimspekinnar eða á hann að vera akademískt tímarit? Þessar hugleiðingar tengjast auðvitað beint og óbeint hugmyndum um tilgang heimspekinnar sem slíkrar: Á heimspekin að vera akademísk grein, eins og hver önnur grein sem kennd er í háskóla, á hún að vera viðhorf til heimsins eða á hún að vera afl til að breyta heiminum? Inngangur ritstjóra er ekki rétti vettvangurinn til að fást við spurningar af þeirri stærðargráðu. Mér er bæði ljúft og skylt að þakka þeim sem komu að útgáfu þessa árgangs Hugar. Þar ber auðvitað fyrst að nefna höfunda efnis. Þær greinar sem birtast hér bera höfundum sínum gott vitni. Höfundar eiga einnig hrós skilið fyrir þol- inmæði og skilning þegar kemur að flumbrugangi ritstjóra. Ég vil einnig þakka þýðendum greina sérstaklega, og svo eigendum höfundarréttar sem veittu leyfi Hugur 2013-4.indd 7 23/01/2014 12:57:23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.