Hugur - 01.01.2013, Page 47

Hugur - 01.01.2013, Page 47
 Skapandi sjálfsgleymi  eina sem við vitum er að það er einhver greinarmunur á veruháttum Zhuang Zhou og fiðrildisins. Þau skipta um sjálf í einum hvelli. Hér eru tveir veruleikar, veruleikar sem unnt er að hrærast í – algerlega – með gleymskunni. Fiðrildið gleymir Zhuang Zhou og upplifir eigin fiðrildahátt. Við verðum að sleppa hend- inni af sjálfi okkar til að geta notið einlægrar þátttöku í skapandi umbreytingum veruleikans. Tökum hversdagslegra dæmi um þessa hugmynd. Um leið og við þurfum ekki lengur að einbeita okkur að tæknilegum þáttum í skapandi athöfn eru þeir líkast til orðnir sjálfvirkir í gjörðum okkar. Þegar við náum svo mikilli færni í erlendu tungumáli að getað talað það án þess að riMa sífellt upp í huganum formlegar málfræði- eða setningafræðireglur, heldur látum bara gamminn geisa, er þetta líklega allt að koma hjá okkur – vissulega að því tilskildu að við höfum ekki óraunsæjar hugmyndir um getu okkar. Zhuangzi segir frá slátraranum Ding sem var í þjónustu hertoga nokkurs og þótti einstaklega lipur við kjötskurðinn. Her- toginn fylgdist eitt sinn með Ding við störf sín, heillaðist mjög af leikni hans við skurðinn og bað hann að segja sér hvernig hann hefði þróað þessa tækni: „Þjónn yðar hugsar bara um ferli breytinganna“, sagði Ding og bætti við: Langt er orðið síðan ég sneri baki við tækninni. Í fyrstu sá ég ekkert nema nautsskrokka í starfi mínu. Að þremur árum liðnum sá ég aldrei naut sem heild. Í dag er ég í sambandi við frumorku veraldarinnar (qi 氣) og horfi ekki lengur með augunum. Ég skynja hvar ég á að láta staðar numið en læt orkuna halda áfram rás sinni. Ég treysti á formgerð náttúrunnar, sker eftir meginlínunum, læt helstu op og raufar leiðbeina mér, athafna mig í samræmi við náttúrulega eðlisgerð. Ég kem aldrei nálægt liðböndum, sinum, hvað þá beini. Góður slátrari skiptir um hníf einu sinni á ári, vegna þess að hann heggur með honum. Venjulegur slátrari skiptir um hníf á mánaðarfresti, vegna þess að hann brýtur með honum. Ég hef átt þennan hníf í nítján ár og hef hlutað sundur mörg þúsund nautsskrokka en blaðið er sem nýbrýnt. Í liðamótunum hérna er bil og hnífsblaðið hefur enga þykkt. Með því að stinga því sem hefur enga þykkt í bilið er að sjálfsögðu nægilegt rými til að hreyfa blaðið til og frá. Þess vegna er blaðið eins og nýbrýnt eftir nítján ár.22 Við iðju sína, þetta gagnvirka samband hans við mynstur veruleikans, hættir Ding slátrari að vera til sem sjálf sem beitir lærðri og meðvitaðri tækni. Hann yfirvinnur sjálfan sig og öðlast með því skynræna leikni. Günter Wohlfart skýrir þessa leikni Ding með eftirfandi hætti: „Eins og maður segir um einhvern að hann tali reiprennandi væri hér hægt að segja að hann athafni sig reiprennandi, órofa, án heilabrota. Athöfnin athafnar sig eins og af sjálfri sér, þótt þetta litla sjálf geri gjarnan mikið úr sér og athafni sig meðvitað eins og athöfnin komi úr sjálfinu.“23  Zhuangzi .–; Mair : –.  Wohlfart : –. Hugur 2013-4.indd 47 23/01/2014 12:57:25
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.