Hugur - 01.01.2013, Side 68

Hugur - 01.01.2013, Side 68
 Hlynur Helgason umflúin sem $áttur í góðri stjórn ríkis. Við höfum einnig skoðað umræðuna um lýðræði og þau álitamál og möguleika sem komið hafa upp í tengslum við beit- ingu þess hjá íslenskum heimspekingum á undanförnum árum. Hér hafa menn gert sér góða grein fyrir flókinni forsögu hugtaksins og hvernig það getur verið mótsagnakennt í byggingu sinni. Samt sem áður hefur trúin á mikilvægi lýð- ræðis legrar stjórnskipanar sameinað íslenska hugsuði í því að finna virkar leiðir til þess að koma á lýðræðislegri, ef ekki lýðræðislegum, stjórnarháttum. Þar tel ég þó að grunnhugmyndin um borgarann sem kjarna stjórnhugsunar kunni að glepja mönnum sýn á flókið eðli nútímastjórnarfars. Þar þurfi öllu heldur að skoða vit- undarveruna sem margræða og marga, ef hún á að vera skiljanleg eða gagnrýnin í tengslum við lýðræðishugsun nútímans. En með þessar hugmyndir að leiðarljósi er áhugavert að skoða, að lokum, hvernig, og hvort, þessara hugmynda kann að gæta í verkum íslenskra listamanna í samtíðinni; hvort listsköpun getur leitt í ljós mögulegar leiðir í til einhverrar annarrar skipanar en þeirrar borgaralegu. Það fyrsta sem er áhugavert að skoða er verk Hlyns Hallsonar sem hann gerði í Marfa í Texas árið  og lýst var hér í upphafi. Verkið var sýnt í gömlu verk- smiðjurými í bænum og samanstóð af Mórum textum sem Hlynur hafði spraut- umálað á vegg sýningarsalarins: )e real axis of evil are Israel, USA and the UK – Ariel Sharon is the top terrorist – George W. Bush is an idiot – And Iceland is banana republic number one. Hann skrifaði setningarnar bæði á ensku og spænsku. Hlyn- ur rakti að setningarnar hefði hann fundið að mestu í evrópskum Mölmiðlum, í mótmælaumræðu um Bandaríkin. Verkið vakti hörð viðbrögð í bænum og margir mótmæltu verkinu og birtingu þess. Eftir talsverða umræðu var Hlynur beðinn um að hylja glugga gallerísins en í stað þess ákvað Hlynur að breyta verkinu og gera nýja útgáfu af því. Eftir breytingu hljóðuðu yrðingarnar svona: )e Axis of Evil is North Korea, Iraq and Iran – Osama bin Laden is the top terrorist – George W. Bush is a good leader – And Iceland is not a banana republic. Málið vakti nokkra athygli, sem leiddi að lokum til þess að Jim Yardley, blaðamaður New York Times, rannsakaði málið og birti um það grein í blaðinu þar sem hann lýsti viðburðum og ræddi við hlutaðeigandi um málavöxtu. Hann tók sérstaklega til þess hvernig verkið birti afstöðu gróinna bæjarbúa til hins nýja listasamfélags sem tekið hafði sér bólfestu í bænum í tengslum við Oe Chianti Foundation sem naum hyggju- listamaðurinn Donald Judd stóð fyrir. Afstaða þeirra, sem sást berlega í viðbrögð- um við verki Hlyns, var sú að listafólkið kæmi gjarnan fram af stærilæti við al- menning í bænum. Þetta kom sérstaklega vel fram eftir að Hlynur breytti verki sínu til þess að, eins og hann lýsti því, túlka betur sjónarmið bæjarbúa. Fólk hafði orðið hneykslað yfir því hvernig verkið birtist í upphaflegri útgáfu; því fannst hinsvegar síðari útgáfan gera lítið úr sér og vitsmunum sínum. Í stað hneykslunar vegna fyrri útgáfunnar var komin óánægja með það að Hlynur teldi skoðanir fólks vera eins einfaldar og síðari útgáfan bar með sér.32 Verk Hlyns var afar blátt áfram, í báðum útgáfum. Í þeirri fyrri sagðist hann vera að lýsa almennum skoðunum og gagnrýni á afstöðu Bandaríkjamanna frá  Hér er byggt á túlkun Jims Yardley í New York Times, en Yardley var einn af helstu fréttaskýr- endum blaðsins á sviði alþjóðamála (Yardley ). Hugur 2013-4.indd 68 23/01/2014 12:57:26
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.