Hugur - 01.01.2013, Page 114

Hugur - 01.01.2013, Page 114
H | . ,  | . – Maurizio Lazzarato N"frjálshyggja og framlei!sla sjálfsveruleikans1 Kapítalisminn hefur á sínu færi tvenns konar framleiðslu, meðferð og nýtingu sjálfsveruleikans: félagslega undirokun og vélræna þrælkun. Það sem kallað er hagkerfi er fyrirkomulag þessa tvöfalda umsáturs sjálfsveruleikans, þannig að „nauðsynlegt verður að halda inn á svið hagkerfis sjálfsverunnar og hætta að takmarka sig við hagkerfi þjóðfélagsins“, eins og Félix Guattari orðaði það.2 Félagsleg undirokun ljær okkur einstaklingsbundinn sjálfsveruleika, úthlutar okkur sjálfsmynd, kyni, starfi, þjóðerni o.s.frv., framleiðir og raðar niður í hlutverk og stöðvar. Hún kemur á fót merkingargildru skírskotana og tákna sem enginn fær sneitt hjá. Félagsleg undirokun framleiðir „einstaklingsvædda sjálfsveru“ sem tekur innan kapítalisma nýfrjálshyggjunnar á sig skýrasta mynd í „athafnamanni sjálfsins“. Foucault lýsti því afbrigði stjórnvaldshugarfars sem býr í þessum „at- hafnamiðuðu einstaklingsverum“ sem þurfa að hugsa um og framleiða sjálfa sig sem verkefnisstjóra eigin úrlausnarefnis innan verkaskiptingarinnar í þjóðfélaginu. Tengsl á borð við karl/kona, foreldri/barn, starfsmaður/yfirmaður, kennari/nem- andi, bótaþegi/opinber starfsmaður o.s.frv. eru umkringd þekkingu, iðkunum og viðmiðum (félagslegum, sálfræðilegum, stjórnvaldslegum, stjórnunarlegum) sem ginna, hvetja og hneigja einstaklinga til að vinna að eigin þrældómi eins og um frelsi þeirra væri að tefla. Hið smásæja fyrirtæki, sjálfs-athafnamaðurinn og hið mennska auðmagn fagna hjónabandi efnahagslegrar og samfélagslegrar einstaklingshyggju. En þar er aðeins um að ræða annan þáttinn í því hvernig kapítalisminn verkar á sjálfsveruleikann. Ofan á framleiðslu hinnar einstaklingsbundnu sjálfsveru leggst allt önnur meðferð sjálfsveruleikans sem, ólíkt félagslegri undirokun, vindur fram með afnámi sjálfsveruleikans: „vélræn þrælkun“.3 Vélræn þrælkun felur í sér að einstaklingnum er ekki lengur ljáð stofnanabund-  Birt með leyfi höfundar, Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar og Sternberg-Press.  Félix Guattari og Suely Rolnik, Molecular Revolution in Brazil (Los Angeles: Semiotext(e) ), bls. .  Þrælkun er hér hugtak tengt stýrifræði (cybernétique, sem er grískt orð er merkir „leiðsaga, stýring, stjórnun“) og sjálfvirkni. Hugur 2013-4.indd 114 23/01/2014 12:57:29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.