Hugur - 01.01.2013, Side 116

Hugur - 01.01.2013, Side 116
 Maurizio Lazzarato „Hlutverur“, vélar, verklagsreglur, skýringarmyndir, súlurit og forrit geta alið af sér vegvísa „frumlægrar sjálfsveruvæðingar“ eða miðstöðvar „frumlægrar yrðing- ar“. Hugtökin „fyrir sig“ og „fyrir aðra“ sem venjulega teljast sérkenni mennskra sjálfsvera festast þá einnig við „hluti“. Í „sjálfsverum“ kristallast aftur á móti venj- ur, líkamlegar og verklegar rútínur sem geta búið yfir þéttleika af toga „hlutvera“. Í þrælkuninni er það ekki einvörðungu svo að einstaklingurinn „renni saman við fyrirkomulagið“ heldur er hann líka hluta!ur í sundur af hálfu þess: þættir sjálfsveruleikans (greind, hrif, kenndir, hugsun, minni, líkamlegur máttur) eru þá ekki lengur sameinaðir innan „égs-ins“, þeir vísa ekki lengur til hinnar ein- staklingsbundnu sjálfsveru. Greind, hrif, kenndir, hugsun, minni og líkamlegur máttur verða þannig að þáttum sem renna ekki lengur saman í persónunni, held- ur í fyrirkomulaginu eða ferlinu (fyrirtækinu, Mölmiðlunum, opinberri þjónustu, skólanum o.s.frv.). Á þennan hátt skírskotar undirokunin til vitundar og táknunar og til tilvísandi merkingarfræði og málfræði af toga sjálfsveru og samveruleika, en vélræn þrælk- un virkjar í senn mun meira og mun minna en vitund og táknun, þ.e.a.s. mun meira og mun minna en persónuna, einstaklinginn og samveruleikann. „Undirokunin tekur til heildrænna persóna, stórsærra sjálfsverutáknana sem hæglega má ráðskast með, en vélræn þrælkun fer fram í gegnum þau táknunar- og tilvísunarkerfi þar sem einstaklingsbundnar sjálfsverur „bera kennsl á og Marlægj- ast hver aðra“.“7 Þrælkunin fer hvorki sínu fram með kúgun né hugmyndafræði. Hún beitir fyrir sig líkana- og mótunartækni sem snerta „sjálf úrræði lífsins og mannlegrar iðju“. Hún nær tökum á mannverum „innan frá“ og „utan frá“ með því að ljá þeim skynjanir og skynhæfni, ásamt ómeðvituðum táknunum, af tilteknu tagi. Mótunin sem vélræna þrælkunin kemur í kring grípur inn í „grundvallarstarfsemi hegðunar af toga skynjunar, skynhæfni, hrifa, hugsunar og tungumáls“.8 Þannig losar vélræn þrælkun úr læðingi þau öfl og krafta sem búa undir pers- ónunni (skynjun, skynhæfni, hrif, löngun) og standa henni ofar (vélræn, mál- bundin, félagsleg kerfi auk Mölmiðla- og hagkerfa); öfl og krafta sem ná út fyrir mörk sjálfsverunnar og einstaklingsbundinna tengsla hennar og draga úr tilbrigð- um hins „mögulega“.9 Tilkoma fyrirtækjastjórnunar, og sú þróun í sífellt fleiri þjónustugreinum að sjálfvirkur búnaður leysi samband fulltrúa og notanda af hólmi, þenur út svið „mannvélakerfisins“ og þeirrar þrælkunar sem því fylgir uns það nær til flestallra athafna. Í vélrænni þrælkun felst nýbreytni, leyndarmál og sérstakur máttur kap- ítalismans, en félagsleg undirokun er afbrigði af stjórnun sjálfsveruleikans sem hann þiggur í arf frá öðrum samfélagskerfum en umbreytir jafnframt til að þjóna markmiðum sínum. Kapítalisminn leggur stund á tvíþætta meinfýsni: meinfýsni „mannhyggjunnar“  Félix Guattari, La révolution moléculaire (París: Omnibus ), bls. .  Sama rit, bls. .  „Með samfelldri auðgun merkingarfræðilegra þátta sinna tekur auðmagnið, handan við launa- vinnu og verðlögð gæði hennar, við stjórninni á mergð valda- og löngunarskammta sem áður fyrr voru lokuð af innan svæðisbundins hvatahagkerfis heimilisins“ (sama rit, bls. ). Hugur 2013-4.indd 116 23/01/2014 12:57:29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.