Hugur - 01.01.2013, Síða 121

Hugur - 01.01.2013, Síða 121
 Brosi!  og hún iðulega er. Í brosinu verður líkaminn myndlíking, segir Plessner; náttúran verður að list. Ég tel víst að þetta sé í fyrsta sinn sem nokkurt verka Plessners birtist á íslensku en hann hefur notið vaxandi athygli fræðimanna erlendis á undan- förnum áratugum. Ég tel að hugmyndir hans eigi fullt erindi við heim- spekina í dag enda til þess fallnar að varpa áhugaverðu ljósi á mannlegan veruleika. Þar að auki er fengur að heimspekilegri umMöllun um brosið sem hefur líklega læðst jafn hæversklega framhjá breiðgötum heimspekinnar á tuttugustu öld og Plessner sjálfur.2 Brosið er margræðara en nokkurt annað svipbrigði mannsins og sérstaða þess virðist fólgin í því hve erfitt er að koma auga á nokkur skýr tengsl á milli tján- ingarinnar og tilefnis hennar, líkt og greina má í tjáningu sterkra ástríðna sem og í hlátri og gráti. Ef fullyrðingu þessa mætti til sanns vegar færa væru þessir erfiðleikar af hinu góða, því með brosinu stæði manninum til boða tjáning sem hæfði öllum þeim margvíslegu og ólíku hræringum sem bærast innra með honum. Svo virðist okkur í fljótu bragði. Aðstæður þær og stemningar sem kalla fram bros eiga vart nokkuð sameiginlegt, fyrsta bros ungbarnsins og hinsta brosið á dánar- beðinu virðast svipta tjáninguna öllum merkingarbærum ásetningi sem bendir til þess að hér sé um ómeðvitaða þætti mannlegrar tilveru að ræða. Jafnframt endurspeglar brosið, í ótal brotum og blæbrigðum, mannlega hegðun og aðstæður mannlegrar tilveru. Vitneskjan brosir rétt eins og fávísin, stoltið og hógværðin, yfirlætið og undirgefnin. Við berum kennsl á hið hlýlega, kuldalega og hlédræga, háðska og samúðarfulla, afsakandi og fyrirlítandi bros. Það getur tjáð undrun, innsæi og endurfundi, skilningsleysi og samþykki, holdlega vellíðan og nautn en einnig sorg og biturð. Það innsiglar í jöfnum mæli sigur og ósigur. Ómæld viska spámannsins og djúphygli Búddans, hefðbundið yfirbragð fornra líkneskja, leyndar dómur Mónu Lísu, hin ljúfa endurlausn Ó$ekktu konunnar úr Signu,3 tor- tryggni hins aldna Voltaires og skarpskyggni hins lífsreynda Rembrandts, af þeim öllum stafar skýr bjarmi þessa auðþekkta ljósgjafa. I Hvert er eðli hans? Ef við höldum okkur við hughrifin þá birtir og lifnar yfir andlitinu og á því slaknar svo það verður vinalegt og afslappað á að líta. Þetta vita portrettmálarar og ljósmyndarar og færa sér í nyt. Svipbrigðalaust andlit á ljós- mynd virðist uppskrúfað, en vinalegu brosi fylgir slökun. Örlítið dýpri hrukkur í kringum augu og munn draga fram dýpt, ljós og skugga, þær skerpa og Mörga andlitsdrættina á myndinni, færa með sér aukna hlýju og nánd sem eru ómissandi  Þýðingin byggir á texta Helmuths Plessner, „Das Lächeln“, Gesammelte Schriften in zehn Bänden, bindi VII, Ausdruck und menschliche Natur. Frankfurt am Main: Suhrkamp Verlag, , bls. – . Birt með góðfúslegu leyfi útgefanda. Allar neðanmálsgreinar eru athugasemdir þýðanda.  Fr. Inconnue de la Seine. Eftirmynd af dauðagrímu ungrar óþekktrar konu sem fannst látin í Signu um aldamótin  og var vinsæl veggprýði listamanna í upphafi . aldarinnar. Hugur 2013-4.indd 121 23/01/2014 12:57:29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.