Hugur - 01.01.2013, Page 5

Hugur - 01.01.2013, Page 5
H | . ,  | . – Inngangur ritstjóra Hér er . árgangi Hugar fylgt úr hlaði. Það má því segja að Hugur sé kominn vel á manndómsár, hefur lagt Mórðung af öld að baki. Margt hefur borið við á þessum tíma og Hugur tekið á sig margskonar form bæði hvað varðar innihald og útlit. Yfirskrift þessa árgangs er „Listir, bókmenntir, lýðræði“. Ætlun ritstjóra var sú að umMöllunarefnið væri opið og byði upp á margskonar nálganir en veitti samt nóg aðhald til að form yrði á innihaldi heftisins. Lesendur fella auðvitað sinn dóm um það en skoðun ritstjóra er sú að þetta markmið hafi náðst nokkuð vel. Efnið í . árgangi Hugar kemur víða að, bæði í hugmyndafræðilegum og land- fræðilegum skilningi. Það ber nokkuð á þýðingum, efni sumra þeirra fellur beint undir yfirskrift árgangsins en aðrar Malla um efni sem eru allavega við fyrstu sýn Marlægari. Fengur er að þýðingum úr erlendum málum á heimspekilegum textum. Íslenska er lítið málsamfélag og á sér stutta sögu sem mál heimspekinga. Það er því lífsnauðsyn fyrir heimspekilega orðræðu á íslensku að flytja inn í formi þýð- inga hugmyndir úr öðrum málum. Þetta er einnig nauðsynlegt til að viðhalda getu íslenskunnar sem tungumáls til að takast á við hugmyndir heimspekinnar hverju sinni og eins til að stækka þann hugmyndaheim sem aðgengilegur er á íslensku. Það er mín skoðun að löngu sé tímabært að gera þýðingum og þýð- endum sem vinna með heimspekilega texta hærra undir höfði. Þýðingar fræði- texta eiga ekki að vera ólaunuð áhugamennska heldur starfi sem hægt er að hafa lifibrauð sitt af. Eins þarf háskólasamfélagið að hlúa mun betur að þessari grein þýðinga, t.d. með því að auka gildi þess að fá þýðingar birtar, auka rannsóknir á þýðingum og skapa umhverfi þar sem þýðingar eru teknar alvarlega sem framlag til fræðasamfélagsins. Efnið í þessu tölublaði endurspeglar um margt Mölbreytileika íslenskrar heim- speki. Það er að dómi þess sem þetta ritar einn af megin styrkleikum heimspek- innar á Íslandi að hún hefur ekki fallið í fast form, heldur er hún samsett úr sjónar hornum víða að og við búum að einstaklingum sem hafa sótt sér nám og áhrif víða að úr veröldinni. Þetta er einkenni sem ég tel að þurfi að hlúa að og rækta enn frekar, bæði innan heimspekináms á Íslandi og í áherslum í rannsókn- um og útgáfu. Listir, bókmenntir og lýðræði eru samofin fyrirbæri. Þau eiga sér t.d. þá sam- eigin legu þræði að kreMast þátttöku og afstöðu einstaklinga til þess að hafa raunveruleg áhrif. Listir eru ekkert án þátttöku bæði listnjótenda og listgerenda, eins er það með bókmenntir, og lýðræði er ekkert nema orðið tómt án þátttöku þegnanna í því. Ákveðin afstaða þátttakenda er einnig nauðsynleg eigi þessi fyrir- Hugur 2013-4.indd 5 23/01/2014 12:57:23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.