Hugur - 01.01.2013, Síða 29

Hugur - 01.01.2013, Síða 29
 Arfar Don Kíkóta  stöðugt. Það þýðir að Halldór Guðjónsson hafi ekki orðið að gagnólíkri persónu þegar hann skipti um nafn og tók að kalla sig „Laxness“. Um leið getum við ekki sagt að X hafi sjálfsemd og um leið neitað því að X hafi mögulega ævisögu.26 Þessa greiningu MacIntyres má þýða yfir á mitt hugtakamál: Það sjálf sem er sértekning frá frásögu er það sem ég kalla „grindina“. Það má líka beita þessari greiningu á hugtökin um m-samsemd og skurðpunkt þeirra. Gunna er í einni lýsingu „forstjóri fyrirtækisins BB“, í annarri lýsingu „eiginkona Þórarins“. Það verður að vera hægt að segja sögur um Gunnu ef skýra megi að lýsingin eigi við sömu persónuna, að m-samsemdirnar mætist í einum skurðpunkti. Af þessu má sjá að grindin og skurðpunkturinn hafa frásagnarformgerð, fyrir utan það að hafa sagnformgerð. Segni þeirra er því allmikil. En hvað með hugveru-vitundina? Ég mun nú leitast við að sýna fram á að hugsun og önnur meðvituð ferli hafi sagngerð, því hafi hugveru-vitundin sagn- gerð líka. Ef lífvera L hugsaði aldrei og gæti ekki hugsað er erfitt að sjá að L geti talist hafa sjálf. Amaban getur ekki hugsað og hefur því ekkert sjálf. Gagnstætt því er manninum fært að hugsa og því getur hann haft sjálf. En tveir einstaklingar geta ekki hugsað sömu hugsanirnar, þ.e. upplifað sömu hugsun, þótt inntak hugsunar þeirra kunni að vera hið sama (báðir gætu hugsað „ plús  eru “, inntakið er það sama en hvor um sig hefur sína aðgreindu upplifun af hugsuninni). Upplifuð hugsun mín greinir mig frá öðrum mönnum. Sjálf greinast frá hvert öðru með svipuðum hætti og hugsanir, sjálf mitt er annað en sjálf þitt með líkum hætti og hugsanir mínar tilheyra mér, ekki þér, samanber það sem áður segir um „mín- leika“. Mismunandi manngerðir hugsa með mismunandi hætti, siðblindinginn hugsar aðrar hugsanir en góðmennið. Af þessu má sjá að hugsanir varða sjálfsemd okkar miklu og þar með sjálf okkar. Því hvað er sjálf án sjálfsemdar? Af þessu má sjá að sjálf og hugsanir eru nátengd, við erum sumpart það sem við hugsum (og það að við hugsum). Lítum nánar á eðli hugsunarinnar. Stundum leita hugsanir á okkur án þess að okkur takist að bægja þeim burt, köllum slíkar hugsanir „ósjálfráðar hugs- anir“. En við kæmumst ekki langt ef við hefðum ekki visst vald yfir hugsunum okkar, þ.e. réðum ekki hvort við hugsuðum um X fremur en Y með hætti a eða b. Köllum slíkar hugsanir „sjálfráðar hugsanir“. Sjálfráð hugsun er eins og breytni, við breytum innra með okkur þegar við hugsum með sjálfráðum hætti. Við gæt- um fullt eins hugsað upphátt eða talað en þá fremjum við málgjörðir, breytum með tilteknum hætti. Hugsun er a.m.k. oft hljóð málgjörð; athugið að ósjálfráðar hugsanir má líka tjá upphátt, þá birtast þær sem málrænt atferli en ekki eiginleg breytni. Ljóst má þykja að sjálfráða hugsun krefst viljafrelsis. Getur vera sem ekki hefur snefil af viljafrelsi talist hafa sjálf? Sé vilji hennar bundinn á klafa erfða og um-  MacIntyre : –. Hugur 2013-4.indd 29 23/01/2014 12:57:24
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.