Hugur - 01.01.2013, Page 51

Hugur - 01.01.2013, Page 51
 Skapandi sjálfsgleymi  í þúsunda- ef ekki milljónatali. En hér snýst frumleikinn ekki um róttæk mótíf sem ekki hafa áður birst eða efnivið sem ekki hefur áður verið notaður, heldur er persónulegur, skapandi frumleikinn til staðar í hinum fínustu línum og þynnstu dráttum pensilsins. Ef til vill getum við lært af þessu viðhorfi með því að slaka eilítið á þvingandi kröfu samfélagsins til listamanna okkar um frumleika mótífs- ins sem hefur kostað marga þeirra óendanlegan tíma til framleiðslu á óendanlega merkingarlausum listaverkum – sem ekki er einu sinni hægt að láta sig hverfa inn í. Með gleymskunni, með því að „aflæra“ eða „afnema“ þá bjargföstu sjálfsmynd sem við höfum innrætt okkur í uppeldi og samfélagslífi gefst okkur færi á auk- inni hlutdeild í rás tilverunnar, líkt og barnið sem gleymir sér í einlægum leik eða Zhuangzi þar sem hann ráfar um án markmiða með besta vini sínum Huizi, og tekur þátt í hamingju fiskanna. Zhuangzi og Huizi röltu í hægðum sínum út á brúna yfir ána Hao. Zhuangzi sagði: „Sjáðu hvernig vatnakarfarnir svamla og synda um eins og þá lystir – þetta er sannkölluð fiskahamingja.“ Þá sagði Huizi: „Þú ert ekki fiskur – hvaðan fékkstu þá vissu að þeir séu hamingjusamir?“ „Þú ert ekki ég“, sagði þá Zhuangzi, „hvaðan fékkstu þá vissu að ég viti ekki að þeir séu hamingjusamir?“ „Ég er ekki þú“, svaraði Huizi, „þannig að ég get vissulega ekki vitað neitt um þig. En þú ert svo sannarlega ekki fiskur og þar með er ljóst að þú getur ekki vitað neitt um hamingju fiskanna.“ Zhuangzi svaraði þá: „Lítum á þetta þar sem við byrjuðum. Með því að spyrja hvaðan ég hefði fengið þá vissu að fiskarnir væru hamingjusamir gerðir þú þegar ráð fyrir að ég vissi það. Ég fékk þessa vissu héðan – ofan af brúnni.“31 Eiginleikar fyrirbæranna markast ekki síður af okkar eigin nálgunum en af eðli þeirra sjálfra. 4. Lokaor!: Mannvænleg túlkun sem náttúruleg sköpun Í tilvitnuninni hér að framan skapar Zhuangzi töfrandi andartak með vini sínum Huizi í samvinnu við umhverfið. Líflegt busl vatnakarfanna verður tjáning þeirr- ar ánægju sem einkennir markmiðslaust ráf þeirra félaga. Frumspekilega merk- ingarlausum viðburði í náttúrulegum veruleikanum er umsnúið í merkingarbæra umgjörð andartaks sem stuðlar að lífsfyllingu. Túlkun veruleikans er ekki síður skapandi nálgun á hann en umbreyting hans og engin ástæða er til að skilja hana sem tilbúning eða afskræmingu. Innan vélhyggjuheimsmyndarinnar sem mótaðist í Evrópu á nýöld er vissulega erfitt að fallast á gildi skapandi túlkunar í þessum skilningi. Vélræn og óhjá- kvæmileg orsakatengsl efniseinda eru hin eina sanna mynd af heiminum og hvers  Zhuangzi .–; Mair : . Hugur 2013-4.indd 51 23/01/2014 12:57:25
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.