Hugur - 01.01.2013, Side 138

Hugur - 01.01.2013, Side 138
 Páll Skúlason spekinnar sem fræðilegrar starfsemi. Þó er aldrei að vita nema þær öðlist mikið hagnýtt gildi og ljái iðkun heimspekinnar nýja merkingu, ekki aðeins innan heimspekideilda háskóla eða menntastofnana, heldur jafnframt á opinberum vettvangi þar sem veigamestu málefni samtíðar okkar eru rædd og ákvarðanir um þau teknar. Frá mínum bæjardyrum séð verður heimspekin að hætta sér inn á hinn opin- bera vettvang í mun meiri mæli en hún hefur hingað til gert. Með þessu á ég bæði við að heimspekimenntað fólk ætti að taka virkari þátt í opinberri umræðu og að taka ætti meira tillit til heimspekilegra hugmynda og kenninga þegar málefni er snerta almannaheill eru rædd. Heimspekin á ekki aðeins erindi við sérfræðinga í rökfræði, siðfræði, þekkingarfræði og frumspeki, heldur allt það fólk sem vill yfirvega með alvarlegum hætti heiminn eins og hann birtist á hinum opinbera vettvangi – í Mölmiðlum, í viðskiptum og að sjálfsögðu á sviði stjórnmála og laga, þar sem allar hliðar mannlífsins koma fyrir sjónir almennings. Hvers vegna held ég þessu fram? Af hverju trúi ég eindregið á það að heim- spekin eigi sér opinbert hlutverk? Svar mitt er þetta: Hver sem iðkar heimspeki leggur sig fram um að segja eitthvað um heiminn sem hefur almennt gildi og ætti því að varða hverja einustu hugsandi veru. Það sama gildir um fólk sem lætur til sín taka á sviði hins opinbera. Það á að tjá sig um málefni líðandi stundar sem hugsandi mannverur með eigin skynsemi að vopni – ekki í nafni viðtekinna vísinda eða sérþekkingar. Að sjálfsögðu á opinber umræða að taka tillit til þekk- ingar af öllu tagi en hún á umfram allt að byggjast á því að við viðurkennum og virðum hvert annað sem einstakar hugsandi verur andspænis leyndardómum og óleystum verkefnum mannlegrar tilveru. Heimspeki fæst með beinum hætti við þessa merkingarvídd í viðleitni sinni til að skýra hugtök og hugmyndir. Slíkrar hugsunar er einmitt mestrar þörf þegar efast er um merkingu og gildi alls og fólk leitar logandi ljósi að hugmyndum sem kunna að vísa þeim veginn, forsendum til að lifa eftir, forsendum sem gera því kleift að vera frjálst og bera ábyrgð á eigin hugsunum og ákvörðunum. Fólk veit að tæknin og sá sýndarveruleiki sem hún framleiðir stöðugt í daglegu lífi okkar býður ekki upp á slíkar forsendur, að þessi sérkennilegi „veruleiki“ er ekki „tilgangur lífsins“ í sjálfum sér. Vissulega kann sú spurning að vakna hvort það séu ekki trúarbrögð, fremur en heimspeki, sem eigi að veita leiðsögn í glímunni við spurningarnar um hin hinstu rök. En munurinn á trúarbrögðum og heimspeki, eins og hann kemur mér fyrir sjónir hér og nú, er býsna augljós: Heimspeki er aðferð við að leita svara um merk- ingu og grundvöll tilveru okkar, en hún veitir ekki þessi svör líkt og trúarbrögð sækjast iðulega eftir. Sem stendur eru það ekki svör sem við þurfum á að halda, öllu heldur þörfnumst við aðferða til að komast undan hinum ýmsu meintu svör- um við stærstu spurningum okkar. Aðeins þannig veitum við okkur frelsi til að hugsa um og yfirvega heiminn. Ráðandi tækni samtíma okkar leikur raunar hlut- verk alltumlykjandi trúarbragða sem segja okkur hvað skiptir máli og hvað ekki. Hún segir okkur að hafa engar áhyggjur og einbeita okkur að því sem við erum að gera – í stað þess að vera gagnrýnin og reyna að komast að eigin niðurstöðum. Það eru nokkur vandamál sem sigrast verður á ef heimspekin á að geta kvatt sér Hugur 2013-4.indd 138 23/01/2014 12:57:30
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.