Hugur - 01.01.2013, Side 82

Hugur - 01.01.2013, Side 82
 Ingimar Ólafsson Waage, Kristján Kristjánsson og Amalía Björnsdóttir legri hugsun og taka meira tillit til hugmynda nemenda.44 Rannsóknir Sigrúnar Aðalbjarnardóttur benda til þess að kennarinn hafi hlutverki að gegna við eflingu lýðræðisþroska nemenda sinna með því að bjóða þeim til lýðræðislegrar þátttöku í umræðum og ákvörðunum sem snerta þau sjálf í nærsamfélaginu.45 Hins vegar virðast kennarar eiga allnokkur ónýtt sóknarfæri, sérstaklega í tengslum við að bjóða nemendum að taka þátt í umræðum um mál sem fólk hefur mismunandi skoðanir á og kynnast ólíkum sjónarmiðum. Í rannsókninni sem kynnt er hér á eftir er leitast við að svara því hver viðhorf grunnskólakennara í tveimur sveitarfélögum á Íslandi eru til lýðræðis í skólastarfi. Viðhorfin voru skoðuð út frá Mórum grundvallarspurningum sem hver um sig snertir ólíka fleti skólastarfsins. Fyrst var spurt um skilning á lýðræðishugtakinu, hvort hann væri af hinum hefðbundna stjórnskipulega toga eða meira í ætt við skilning Deweys.46 Síðan var leitað svara við því hvort skólastarfið byði upp á lýðræðislega þátttöku nemenda í anda kenninga Deweys. Einnig voru kennarar spurðir hvernig þeir teldu lýðræðislega hugsun nemenda birtast og loks hvað þeir gerðu til að hafa áhrif á lýðræðisþroska nemenda sinna. Rannsóknara!fer! Rannsóknin fólst í því að lagðar voru fyrir spurningar til að kanna viðhorf grunn- skólakennara til lýðræðis. Til að auka réttmæti spurningalistans (réttmæti vís- ar til þess hvort spurningalistinn mæli það sem honum er ætlað að mæla) var hann forprófaður meðal grunnskólakennara í sveitarfélagi sem ekki tók þátt í rannsókninni. Auk þess var orðalag staðhæfinganna borið undir nokkra kennara sem einnig stóðu utan rannsóknarinnar. Útreikningur á Cronbach Alpha-stuðli á staðhæfingahluta spurningalistans gaf mælitöluna , sem bendir til góðs innra samræmis í svörum. Notað var kí-kvaðrat til að bera saman svör þátttakenda eft- ir kyni og skólastigi, en skólastigin eru yngsta stig (.–. bekkur), miðstig (.–. bekkur) og unglingastig (.–. bekkur). Við útreikninga á fylgni voru aðeins tekin með í reikninginn svör þeirra sem kenndu einvörðungu á einu skólastigi. Innbyrðis fylgni milli svara á raðkvarða var skoðuð með Spearman’s rho og phi var notað til að bera saman svör á tvígildum breytum.47 Þegar talað er hér á eftir um mun á hópum eða fylgni þá var hún tölfræðilega marktæk. Spurningalistinn sem var notaður hefur vissar takmarkanir sem felast í því að svör kennaranna eru matskennd og huglæg og gefa einungis vísbendingar auk þess sem ekki er víst að svör þátttakenda í slíkri rannsókn gefi endilega rétta mynd af raunverulegum viðhorfum.48 Niðurstöðurnar ásamt myndum, töflum, fylgnistuðlum og spurn- ingalistanum má nálgast í meistaraprófsritgerð Ingimars Ólafssonar Waage.49  Güleç og Balçik .  Sigrún Aðalbjarnardóttir , .  Dewey , ; Kristján Kristjánsson ; Guðmundur Heiðar Frímannsson .  Spearman’s rho er fylgnistuðull sem notaður er til að mæla samband milli tveggja breyta á rað- kvarða líkt og staðhæfingarnar sem notaðar voru í spurningalistanum. Phi-fylgnistuðullinn er notaður til að bera saman svör á tvígildum breytum, t.d. að bera saman svör ólíkra hópa.  Nisbett og Ross .  Ingimar Ólafsson Waage . Hugur 2013-4.indd 82 23/01/2014 12:57:27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.