Hugur - 01.01.2013, Síða 115

Hugur - 01.01.2013, Síða 115
 N#frjálshyggja og framlei!sla sjálfsveruleikans  ið form sjálfsverunnar (mannlegt auðmagn eða athafnamaður sjálfsins). Þvert á móti er litið á hann sem stykki, tannhjól, þátt í fyrirkomulagi sem kallast þá „fyrir- tæki“, „Mármálakerfi“, Mölmiðlar, „velferðarríki“ og hin almennu svið þess (skóli, sjúkrahús, söfn, leikhús, sjónvarp, internetið o.s.frv.). Einstaklingurinn „virkar“ innan þrælkunarinnar og lýtur henni á sama hátt og stykki í tækjabúnaði, opinber skipulagsferli, táknkerfi o.s.frv. Undirokunin framleiðir sjálfsveru í tengslum við hlutveru sem stendur utan hennar (vél, samskiptabúnað, gjaldmiðil, opinbera þjónustu o.s.frv.) og sem hún notfærir sér og athafnar sig með. Þegar undirokunin er annars vegar starfar ein- staklingsbundin sjálfsvera með annarri einstaklingsbundinni sjálfsveru, og á í samskiptum við hana, í gegnum vél – sem þá er hlutur sem virkar sem „meðal“ eða miðlun athafnar hennar eða notkunar. Rökvísi af taginu „sjálfsvera – hlut- vera“, sem leggur félagslegri undirokun til starfshátt sinn, er rökvísi sem heita má „mannleg, alltof mannleg“. Vélræn þrælkun lætur ekki greinarmuninn á hlutverum og sjálfsverum veMast fyrir sér – eða orðum og hlutum, „náttúru“ og „menningu“. Í vélrænni þrælkun stendur hin einstaklingsbundna sjálfsvera ekki andspænis vélunum heldur jafn- fætis þeim. Saman mynda þau „mannvélbúnað“ þar sem menn og vélar eru ekkert annað en endurnýjanlegir og afturkallanlegir hlutar í ferli framleiðslu, samskipta, neyslu o.s.frv. sem vex þeim yfir höfuð. Í vélrænni þrælkun er hið verufræði- lega djúp milli hins mennska og ómennska, sjálfsvera og hlutvera, orða og hluta linnulaust brúað af tæknilegum úrræðum, ferlum og verklagsreglum sem grípa til merkingarþátta er eiga sér enga skírskotun (skýringarmynda, korta, jafna, súlurita, taflna o.s.frv.). Frá sjónarhóli vinnuvistfræðinnar er mannvélakerfum þannig háttað, þ.e. kerf- um þar sem „margir mennskir og ómennskir þættir tvinnast saman, […] að alla starfsþætti má tjá með tilvísun til upplýsinga“.4 En hér „glatar hugmyndin um upplýsingar sínum mannmiðaða þætti“.5 Innan vinnuvistfræðinnar er ekki leng- ur gengið út frá greinarmuninum á merki, lífveru og svörun heldur er miðað við samskiptakenningar sem gera ráð fyrir að viðskiptin eigi sér stað milli ein- staklingsbundinna sjálfsvera á þann hátt að unnt er að draga „hentuga en að vísu takmarkaða hliðstæðu: sendandi – viðtakandi“.6 Talað er um, og notast við, hug- tökin „ílag og frálag“ sem mega heita laus við hvers kyns mannmiðjun. „Mannvélakerfi“ (í fleirtölu) má ekki líta á sem einfalt samsafn starfsstöðva af taginu „mannvél“ (í eintölu) vegna þess að þau eru eðlisólík hugtakatvenndinni sjálfsvera/hlutvera, maður/vél. Svo sama hugsun sé orðuð utan tungutaks vinnuvistfræðinnar, þ.e. með heim- spekilegum hugtökum að hætti Félix Guattari, þá felur þrælkunin hvorki í sér sjálfsverur né hlutverur í eiginlegum skilningi, heldur „verufræðilega óræðar“ einingar, blendinga, „hlutveru-/sjálfsveruhátt“, þ.e.a.s. einingar sem eru „tvíhliða hlut-sjálfsverur“.  Maurice de Montmollin, Les systèmes hommes-machines (París: P.U.F. ), bls. .  Sama stað.  Sama rit, bls. . Hugur 2013-4.indd 115 23/01/2014 12:57:29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.