Hugur - 01.01.2013, Side 123

Hugur - 01.01.2013, Side 123
 Brosi!  slík ekkert um það hversu sterk eða skýr geðshræringin er sem brosið opinberar. Hér þarf að huga að því hvernig tjáningin lagar sig að tilfinningunni, eða nánar tiltekið, hræringum sálarlífsins. Fínleg blæbrigði brossins samræmast viðkvæmni kenndarinnar, stemningarinnar, geðshræringarinnar eða hverri þeirri reynslu sem manni hugnast að nefna. Sigri hrósandi, ánægjulegt eða friðsælt bros hæfir til- finningu sinni ekki síður en sjálfumglatt og meinfýsið, kaldhæðið eða biturt bros. Það segir ekkert um stærð, styrk, fyllingu eða trúverðugleika tilfinningarinnar þótt hún sé tjáð með fínlegu látbragði brossins, hún þarf fyrir vikið ekki að vera veikari, smærri, yfirborðskenndari eða ótrúverðugari. Hún kann að vera þroskuð og öflug en blómstra þó aðeins með þessum tjáningarhætti og engum öðrum. Við sögðum brosið þögult og hófstillt, tempraða tjáningu. Orðið „temprað“ er varasamt, þar eð það virðist valda þeim hughrifum sem heiti brossins í ýmsum tungumálum kallar fram. Orðin „Lächeln“, „sourire“, „subridere“ og „glimm- lachen“ eru öll dregin af orðinu „hlátur“ líkt og um keimlíkt upphafsstef eða smávægileg ummerki hans væri að ræða. Jafnvel þar sem brosið á sér nafn með eigin kennimynd (t.d. „smile“) renna orðin bros og hlátur saman.5 Náttúrulega eiga slíkar orðsiMar sér skýringu og eru ekki úr lausu lofti gripnar. Mjög oft hefst hláturinn eða Marar út með brosi. Oft lætur maður bros nægja þó að hlátur væri við hæfi. Gamall og daufur brandari eða ódýrt grín laðar ekkert fram hjá okkur lengur. Burtséð frá því hvort annað er upphaf eða niðurlag hins hefur tjáningin sameiginleg einkenni og því ber lítið á því þegar bros tekur við af hlátrinum eða (eins og maður segir) brýst ekki út í hlátri. Neistinn kann að kveikja glóð þó að hann verði ekki að björtu báli. Bros getur verið upphafs- eða lokagervi hlátursins en einnig komið í hans stað. Aftur á móti leysir hláturinn brosið ekki af hólmi með sama hætti og verður þessi einstefna best skýrð með þeirri skoðun á brosinu að það sé tempraður vísir að hlátri. Hið þróaða, yfirgripsmeira, stærra, getur hvorki komið í stað né vísað til hins vanþróaða, ófullburða, smærra. Aðeins það sem er lítt áberandi og auðfangað getur verkað sem staðgengill einhvers annars. Sambandi brossins og hlátursins má líkja við samband daðursins og ástarinnar: í hinu fyrrnefnda býr eitthvað af hinu síðara, daðrið lætur eins og ástin, þó er það aðeins vísir að henni. Hvikul ytri líkindi brossins og hlátursins valda því að tungumálið heldur sem fastast í skyldleika þeirra og – sit venia verbo 6 – þá túlkun að brosið sé undir- skipað hlátrinum. Raunin er þó önnur. Við getum látið hjá líða að þræta um hvort hláturinn heMist ávallt og undantekningarlaust með brosi (enda málið órannsak- að). Sá skilningur að hláturinn sé í sjálfu sér ekki markmiðið með brosinu vegur þyngra en þessar vangaveltur um svipbrigðin. Brosið leysir oft (og þó alls ekki alltaf ) hláturinn af hólmi, þau koma vissulega hvort í annars stað, en þó hefur brosið sitt eigið auðþekkjanlega eðli, það hentar aðstæðum með sérstökum hætti,  Þýskan og franskan gefa ákveðnar orðsiMar orðanna hlátur og bros til kynna. Hlátur er „Lachen“ á þýsku, „rire“ á frönsku, bros er „Lächeln“ á þýsku, „sourire“ á frönsku. „Sourire“ er síðan dregið af latneska orðinu „subridere“ sem gefur sömu orsiMar til kynna, að brosið búi undir hlátrinum. Þýska orðið „glimmlachen“ þýðir bókstaflega glithlátur og gefur í skyn að í brosinu skíni í, eða glitri á, hláturinn.  Latína, merkir „afsakið orðbragðið“. Hugur 2013-4.indd 123 23/01/2014 12:57:29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.