Hugur - 01.01.2013, Qupperneq 132

Hugur - 01.01.2013, Qupperneq 132
 Henry Alexander Henrysson Heil heimspekistefna hefur í veraldarsögunni sett sig upp á móti slíkum til- burðum til þess að beina sjónum sínum fyrst og fremst að efstu stigum samfélaga. Hún gerði það einmitt til þess að renna stoðum undir raunverulegt siðferði. Fyrstu hundingjarnir sem svo voru nefndir í Grikklandi hinu forna reyndu að sýna fram á tilgangsleysi margra þeirra kvaða sem samfélagið leggur á hvern og einn til þess að draga fram hið eina rétta náttúrulega líf. Hundslíkingin varð vafalaust til við blygðunarlaust líferni þeirra sem gerði lítið úr siðum og venjum. En hún snerist ekki eingöngu um neikvæð skilyrði. Hundingjar sýndu, að því að sagt er, einnig þeim trygg! sem voru vinveittir boðskap þeirra, en voru viðskotaillir þeim sem reyndust þeim illa. IV Frægasti hundur heimspekings nú um stundir er vafalaust Sultan, hundur franska heimspekingsins Jean-Jacques Rousseau. Eins og svo margir gæludýraeigendur í sögunni sýndi Rousseau samferðafólki sínu lítið af þeirri ástúð sem hann sýndi Sultan (sem og reyndar öðrum hundum sínum). Hann gaf börn sín frá sér á sérlega kaldlyndan hátt. Hann lenti upp á kant við fólk á flestum stöðum. Mað- urinn sem skrifaði svo glæsilega um sátt og samlyndi mannfólks varð fyrir því að nágrannar grýttu hús hans og hröktu hann á brott. Og líklega hafði hann unnið til þess. Kenning Rousseaus sem hann setur fram í Samfélagssáttmálanum árið  byggir í sem stystu máli á eftirfarandi atriðum. Skyldur okkar við samfélagið eða ríkið, þ.e. hvað okkur ber að gera, er ekki upphafspunktur hans. Hugmyndin snýst fremur um að útskýra hvernig það gerist að maðurinn færist úr því sem Rousseau kallar náttúrulegt ástand og yfir í það að vera hluti af samfélagi. Kenningin er sett fram annars vegar gegn því að hægt sé að gera tilkall til boðvalds í slíku samfélagi í krafti ofbeldis eða aflsmunar og hins vegar me! því að menn láti ákveðið frelsi eða sjálfsvald af hendi í ljósi þess að allir geri slíkt í samfélögum. Bæði þessi atriði koma fram í grunnhugmyndinni um hinn svokallaða „almannavilja“ sem gerir ráð fyrir því að borgarar setji sjálfum sér lög sem endurspegla hagsmuni heildarinnar. Sú hugmynd var kannski ekki ný af nálinni (og skilyrði hennar svo sem ekki heldur: upplýsing, almenn skynsemi, hagsmunaleysi o.s.frv.), en sjaldan hafði hún verið sett fram af þvílíkum krafti. Samfélagið (eða ríki!) er sem sagt heild innan hverrar svokallaðir „borgarar“ lúta lögum sem þeir setja sjálfir af fúsum og frjálsum vilja. Vandamálið við allar sam- félagshugmyndir virðist þó enn vera til staðar í kenningu Rousseaus: Almanna- hagsmunir fara ekki alltaf saman við mína eigin hagsmuni (eða þeirra sem standa mér næst); hvers vegna skyldi ég láta fyrri hagsmuni annarra ráða gerðum mín- um? Hver er hin siðferðislega skuldbinding? Varla er almannaviljinn óskeikull; en ef menn telja svo vera þá eiga þeir væntanlega við einhvers konar grunnsáttmála. Samfélög verða að koma sér saman um alls konar minni atriði. Í flestum tilfellum er varla hægt að tala um annað en meirihlutavilja, sem flestir kannast við að getur Hugur 2013-4.indd 132 23/01/2014 12:57:29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.