Hugur - 01.01.2013, Side 142

Hugur - 01.01.2013, Side 142
 Páll Skúlason () Viðleitnin til að „finna merkingu í heiminum“ kann svo sannarlega að virð- ast hégómleg, að minnsta kosti þeim sem ekki fást við það verkefni af alvöru. En það er einmitt þessi viðleitni sem hefur getið af sér vísindalega þekkingu og skipað hinum ýmsu vísindum og hagnýtu greinum niður í kerfisbundna heild. Og þegar starf vísindamannsins leiðir hann út á ystu mörk viðtekinnar vísindalegrar þekkingar er iðja hans í raun og veru af heimspekilegum toga, hann er á hött- unum eftir skilningi á fyrirbærum sem hann skilur ekki en er með örvæntingar- fullum hætti að reyna að ná tökum á. Því neyðist hann til að skapa ný hugtök og hugmyndir sem virðast framandi og jafnvel innantóm, að minnsta kosti í fyrstu. Þar með erum við komin að annarri tillögu minni. () Heimspeki, sem tilraun til að skilja heiminn og hafa uppi á hinstu rökum alls sem er, hefur mótað og alið með sér almenna skynsemi og séð henni fyrir alls kyns hugmyndum, hugtökum og kenningum. Meira að segja þessi almennu orð – hugmynd, hugtak, kenning – hafa ríkt heimspekilegt inntak, hvort sem fólk áttar sig á því eða ekki. Gagnrýni almennrar skynsemi á heimspeki er möguleg fyrir tilstilli heimspekinnar sjálfrar, líkt og Aristóteles benti á fyrir  árum. Þetta leiðir mig síðan að þriðju tillögu minni. () Meginhlutverk heimspeki á opinberum vettvangi hefur, allt frá dögum Sókratesar, verið að boða mikilvægi gagnrýninnar hugsunar og að fá fólk til þess að stunda hana. Með öðrum orðum hefur hlutverk heimspekinnar verið í því fólgið að fá fólk til að takast á við eigin skoðanir og hugmyndir sem það styðst við án þess að leiða nokkurn tímann hugann að því hvað þær raunverulega merkja og hvers vegna maður ætti að aðhyllast þær. Vissulega hefur almenn skynsemi ætíð veitt þessari sókratísku speki viðnám vegna þess að gagnrýnin hugsun krefst fyrirhafnar og þjálfunar sem við viljum gjarnan komast hjá að leggja á okkur; af þeim sökum er jafnan nóg að gera fyrir heimspekinga! Nú skulum við snúa okkur að annarri fullyrðingunni: Heimspekingurinn leitast vi! a! kenna fólki a! meta raunveruleg ver!mæti. Ég þarf ekki að verja löngu máli í að skýra þessa hlið á opinberri ímynd heimspekingsins, því þarna er kominn hinn kunnuglegi grundvallarboðskapur Sókratesar. Iðkun heimspeki – viðleitninni til að ræða allt með gagnrýnum hætti – er ætlað að mennta okkur og leiða okkur fyrir sjónir það sem raunverulega skiptir máli. Ástundun heimspeki og boðskapur hennar eru eitt og hið sama! Við ættum ekki að trúa því sem okkur er sagt án þess að láta fyrst reyna á sanngildi þess. Við verðum að leita sannleikans og vera hrein- skilin og sanngjörn í öllum hugsunum okkar og gjörðum. Æðstu verðmæti lífsins tengjast skilningi og réttlæti og einnig vináttunni sem sprettur af þátttöku í þeirri viðleitni að skapa betri heim sem byggir á þekkingu á því sem betra er. Vissulega hafa þessi skilaboð oft verið afbökuð af fólki sem hefur talið sig hafa uppgötvað hinn sanna lífsmáta í eitt skipti fyrir öll: fólki sem hefur, í nafni heimspekinnar, reynt að þröngva eigin sýn upp á annað fólk. Því hefur sumum hugrökkum heimspekingum þótt þörf fyrir að stunda heimspeki „með hamri“ í því skyni að brjóta niður hugmyndafræðileg kenningakerfi sem standa í vegi fyrir köllun þeirra; að leita sannleikans og tileinka sér það sem raunverulegu máli Hugur 2013-4.indd 142 23/01/2014 12:57:30
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.