Hugur - 01.01.2013, Page 21

Hugur - 01.01.2013, Page 21
 Arfar Don Kíkóta  hafa gefin mörk. Það er illa staðsetjanlegt. Ég get bent á staðinn þar sem tærnar mínar eru en ekki á staðinn þar sem hugsunin um þær er. Ég get hæglega greint tærnar hver frá annarri en erfiðara er að sýna hvar mörkin milli hugsana eru. Alla vega eru skóladæmi um það hvernig staðsetja eigi fyrirbæri og draga mörk milli þeirra dæmi um efnishluti.6 Sjálfið hlýtur að hafa einhver mörk sem skilur það frá öðrum sjálfum. Nærtækt er að líta á líkamann sem það sem markar sjálfinu bás. Tilvísun til líkama er þáttur í því að greina sjálf manna hver frá öðrum. Ég greini milli Jóns og Gunnars meðal annars vegna þess að þeir hafa sinn hvorn líkamann. Auðvitað gætu líkamar verið blekking og auðvitað gætu líkamar hýst fleira en eitt sjálf. Þess utan kann að vera að ég blekki sjálfan mig er ég segi mig, Jón og Gunnar hafa sjálf. En við vísum til líkama þegar við notum hugtakið sjálf í daglegu tali. Við vísum líka til hugveru er við notum þetta hugtak í önn hverdags- ins, enginn myndi telja að dauður líkami hefði sjálf. Hið hversdagslega hugtak um sjálf er hugtak um eitthvað sem fyrirfinnst í sálugæddum líkama eða í holdgaðri sál, eitthvað sem getur vitað af sér. Um leið er sjálfið í hverdagsskilningnum tengt persónu eða hluti af henni. Daglegt amstur okkar yrði ansi erfitt ef við gætum ekki greint milli hinna ýmsu persóna. Ekki yrði það auðveldara ef við gætum ekki skilið milli dauðra hluta og sálugæddra líkama sem geta vitað af sér. Hugtökin um persónu, sálugædda líkama, sjálf og sjálfsvitund eru því hugtök sem hafa hagnýtt gildi í hversdagslífinu. Ekki þýðir að segja að þetta sé slæm alþýðusálfræði sem sé álíka gáfuleg og alþýðukenningin um að jörðin sé flöt.7 Alþýðusálfræðin er nefnilega ekki bara safn kenninga heldur líka hugmynda sem eiga þátt í að móta hugsanir og hegðun manna. Ég held að hugmyndin um einstaklingsbundið sjálf sé að einhverju marki sköpunarverk manna. Í vissum samfélögum trúa menn á tilvist slíks sjálfs og hegða sér í samræmi við það (í öðrum samfélögum hafa menn ekki slíka trú enda virðast þeir ekki hafa einstaklingsbundið sjálf ).8 Hugmyndin skapar (e. constitutes) hið einstaklingsbundna sjálf a.m.k. að einhverju marki. Trúin flytur kannski ekki Möll en getur átt þátt í að skapa sjálf. Vel má vera að sjálfið sé afurð heilans en þrátt fyrir það er hægt að setja fram prófanlegar kenningar um ástand sjálfa án þess að nefna heila til sögunnar. Til dæmis þurfum við ekki að vita neitt um heilann til að vita að Alzheimersjúklingar virðast skipta um sjálf, jafnvel glata sjálfinu. Af þessu má sjá að hugtök á borð við sjálf, sálugæddan líkama og meðvitund geta ekki verið alveg inntakslaus. Þeim er beitt í samskiptum manna, í samfélagi. Kalla má persónu „félagslegt hlutverk“, sjálfið jafnvel líka. Því má ætla að sjálfið hafi félagslega vídd. Í þeirri vídd er sjálfið til með sama hætti og hinn almenni kjósandi er til. Á það bendir Kristján Kristjánsson.9 Hvorki hugveran né hinn almenni kjósandi (hvað þá sálugæddir líkamar) eru til með áþreifanlegum hætti. Samt eru hugtökin um hugveru, kjósanda og sálugædda líkama ekki án inntaks.  Descartes hefði ekki samþykkt síðustu staðhæfinguna en að öðru leyti er rökfærslan um vand- kvæðin við að staðsetja hið huglæga ættuð frá honum. Sjá Descartes .  Það sem hér segir um alþýðusálfræði er að nokkru innblásið af John Searle (: –).  Ég rökstyð þessa staðhæfingu með dæmum í Stefáni Snævarr : –.  Kristján Kristjánsson : . Hugur 2013-4.indd 21 23/01/2014 12:57:24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.