Hugur - 01.01.2013, Qupperneq 24

Hugur - 01.01.2013, Qupperneq 24
 Stefán Snævarr Þannig vísar hin huglæga vídd sjálfsins til félagslegu víddarinnar. Snúum okkur nú að hinni síðastefndu. Að svara spurningunni „hver ert þú?“ er að svara spurningunni „hvaða sjálf hefur þú?“. Til að svara þessum spurningum er ekki nóg að vísa til þessara þunnu, sálrænu skána sem ég kalla „hugvera“ og „það sem hefur skoðanir“. Við erum að tala um mannleg sjálf. Skóladæmi um slík sjálf tilheyra mönnum sem lifa í sam- félagi með öðrum, eru menningarverur. Staðsetja verður gefið S í mannheimum ef vit á að vera í að kalla S „mannlegt sjálf“. Því verður að staðsetja S í skurðpunkti ýmissa samsemda. Samsemda sem varða mennsku manna, þess sem skilur menn frá öðrum fyrirbærum. Köllum þær „m-samsemdir“. Slíkar samsemdir hefur sú sem er konan hans Nonna, móðir Gunnu, forstjóri fyrirtækisins NN, skattgreið- andi númer , glaðvær kona, mannvera gædd stærðfræðigáfu, vestræn, nútíma- mannvera o.s.frv. Hin félagslega vídd sjálfsins er staðurinn þar sem m-samsemdir skarast, skurðpunktur þeirra. Um leið er þessi skörun síbreytileg, m-samsemdir hvers og eins koma og fara. Svar við spurningunni „hvaða m-samsemdir hefur Nonni?“ er liður í svari við spurningunni „hver er Nonni?“ og þar með spurning- unni „hvert er sjálf Nonna?“. Menn verða að þekkja a.m.k. einhverjar af sínum eigin m-samsemdum til að geta sagst vita af sér sjálfum og ekki bara af einhverri þokukenndri hugveru án einstaklingseinkenna. Hugtakið um persónu er skylt sjálfshugtakinu. En mismunandi sjálf eru núm- erískt aðgreind, mismunandi persónur eru aðgreindar hver frá annarri í krafti sinna sérstöku eiginleika. Þegar við veltum persónu manns fyrir okkur þá spyrj- um við spurninga á borð við „hvaða sérstöku, sálrænu einkenni hefur hann?“, „hvernig hegðar hann sér að jafnaði?“, „hvernig er hann?“. Í stuttu máli: „Hvernig persónuleika hefur hann?“ Til að geta svarað þessum spurningum verðum við að svara spurningunni um sjálfið, „hver er hann?“. Fyrir utan að vera hugvera og skurðpunktur er sjálfið líka grindin í persónunni, hið ópersónulega við persónuna (um leið er grindin þjál og breytileg). Það að vera heiðarlegt góðmenni er þáttur í persónu Dr. Jekylls en ekki það sem skilur hið jekyllska sjálf frá sjálfi mr. Hyde. Það gæti viljað svo til að báðir væru góðmenni en þeir eru eftir sem áður aðskildir, það er grindin sem skilur þá að. Sjálfið er öðrum þræði skurðpunktur m-samsemda, hinum þræðinum grindin ópersónulega, þriðji þráðurinn í sjálfinu er hugveruþráðurinn. Allir þessir þættir (eða þræðir) eru á einhvern hátt ferliskenndir, þess utan eru þeir teygjanlegir, jafnvel kljúfanlegir. Þá vaknar spurningin af hverju ég set þessa þrenningu í öndvegi. Svarið við henni er tvíþætt: Fyrri liður svarsins er að erfitt er að neita því að M hafi sjálf fullnægi hann skilyrðum eins og þeim sem hér eru talin upp: a) M veit af sér sem forstjóra fyrirtæksins NN, b) M veit af sér sem manni að nafni Guðmundur, c) M veit af sér sem eiginmanni Gunnu, d) M veit af sér sem tiltekinni persónu sem er aðgreind frá annarri persónu (M getur sjálfur sértekið grind persónunnar eða lát- ið aðra um starfið). M gæti sjálfsagt skjátlast, hann gæti ímyndað sér þetta en eftir sem áður yrði að telja hana hafa sjálf; eins og áður segir er vitundin um sjálfan sig snar þáttur í sjálfinu. M veit af sjálfum sér þótt hann hafi ranghugmyndir um sig Hugur 2013-4.indd 24 23/01/2014 12:57:24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.