Hugur - 01.01.2013, Page 31

Hugur - 01.01.2013, Page 31
 Arfar Don Kíkóta  grind. Þar eð sjálfsvitundin er þáttur í sjálfinu þá hefur sjálfið slatta af segni fyrir vikið. Í ofanálag kemur hinn mikli segnisþáttur grindarinnar og skurðpunktsins. Sjálfið er því réttnefnt „sagnsjálf“. A!rar kenningar um sagnsjálf Ekki skortir framboð á kenningum um sagnsjálfið – hvers vegna að bæta enn einni við? Svar mitt er að flestar kenningar um sagnsjálfið eru meingallaðar þótt ýmis- legt megi af þeim læra. Ég hef þegar rætt kenningu MacIntyres stuttlega og tekið undir sumt af því sem hann segir. En eins og fleiri sagnsjálfshyggjumenn gerir MacIntyre sig sekan um lífshlaupsvilluna. Hann setur jafnaðarmerki milli sjálfsins og ævisögu manns. Í fyrsta lagi má spyrja hvort ævisaga manna lúti ekki fremur að persónu þeirra en sjálfinu sem slíku. Í öðru lagi þá greinir MacIntyre ekki milli sögu og frásögu. Í þriðja lagi einblína menn eins og MacIntyre á hið díakróníska við sjálfið/persónuna en gleyma hinu synkróníska, þ.e. formgerð sjálfsins. Gagn- stætt því leikur hið synkróníska mikilvægt hlutverk í minni kenningu. Hugveran, skurðpunkturinn og grindin hafa ekki bara segni heldur líka synkróníska form- gerð, ákveðna uppbyggingu sem ekki er að öllu leyti tíma-bundin. Til dæmis er engin segni fólgin í þeirri sértæku afstöðu milli einstaklinga sem kristallast í m-samsemdinni „gift(ur)“. Sá eiginleiki hugveru að vera burðarás upplifana hefur sem slíkur enga segni. Og sá eiginleiki grindarinnar að sýna útlínur persónu er líka eiginleiki án segni. Að flestu öðru leyti er þrenningin gegnsýrð segni. Yfirleitt gleymist hugveran algerlega í kenningum sagnsjálfssinna; það gildir klárlega um MacIntyre en einnig Charles Taylor. Sjálfið er frá hans sjónarmiði algerlega túlkunarlegt, félagslegt og siðferðilegt fyrirbæri. Menn skapi sjálf sín að nokkru með því að túlka sjálfa sig með vissum hætti, sjálfska og sjálfsmynd séu nátengd. Jón túlkar sig sem aula og verður það fyrir vikið. Túlkun sé ekki möguleg nema í krafti tungumálsins og því hljóti menn að deila túlkunum með öðrum. Túlkun sé því á endanum félagsleg.29 Og það sé sjálfið líka, Taylor segir beinum orðum: „One is a self only among other selves“.30 Menn verði að vinna að því að öðlast sjálf, það er nánast siðferðilegt verkefni. Til þess að ná því marki að hafa sjálf verði menn að hafa máttugt verðmætamat (e. strong evaluation). Andstæða slíks verðmætamats er veikt verðmætamat (e. weak evaluation) sem sé mat sem varðar ekki hver við erum eða viljum vera. Sú staðreynd að Gumma finnst popp- korn gott hafi tæpast nokkuð að segja fyrir sjálfsmynd hans. En vilji Gummi vera maður sem ekki lætur freistast til að daðra við konu besta vinar síns, þá hefur hann hvað daður varðar máttugt verðmætamat. Sumir einstaklingar hafi bara veikt verðmætamat og hafi því ekki eiginlegt sjálf. Cosmo Kramer í Seinfeldþátt- unum gæti verið slík persóna, hann er ekki máttugur metandi (e. strong evaluator). Hann virðist ekki hafa neinn metnað, nein markmið í lífinu og lifir í augnablik- inu, hefur lítinn áhuga á eigin fortíð. Máttugir metendur þurfi á frásögum að  Taylor .  Taylor : . Hugur 2013-4.indd 31 23/01/2014 12:57:24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.