Hugur - 01.01.2013, Page 35

Hugur - 01.01.2013, Page 35
 Arfar Don Kíkóta  vera safn SESMETa og vandséð hvernig sannreyna megi tilvist þeirra. Eins og áður var gefið í skyn má vel vera að slík sannreynsla sýni að SESMETin séu einvörðungu til sem sögur. Lag Strawsons gegn sagnsjálfinu geigar því hressilega. Hann gerir sig sekan bæði um hugveruvilluna og lífshlaupsvilluna. Hann talar eins og sú mögulega staðreynd að sumir reyni ekki lífshlaup sitt sem sögu þýði að sjálfið geti ekki verið sagnkynja. En greining mín á sjálfshugtakinu sýnir að sjálfið er hvorki það sama og lífshlaup manns né reynsla manna af því (lífshlaupinu). Hyggjum nú að gagnrýni Peters Lamarque á kenninguna um sagnsjálfið. Sam- kvæmt henni er það að halda að sjálfið sé sagnkynja eins og að líta á lífið sem sögu. En á meðan sögu verður að segja, verður að lifa lífinu án þess að þurfi að segja sögu þess. Sagnsjálfsmenn rugla því saman lífi og sögu.45 Lamarque beinir sjónum sínum að sagnhyggju bandaríska sálfræðingisins Jerome Bruner. Sá tók viðtöl við Mölda manns og var niðurstaða hans á þá leið að flestir menn litu á líf sitt sem sögu. En Lamarque segir þetta aðeins sýna að menn hneigjast til að segja sögur. Þær séu einfaldlega tæki til að gefa spyrjanda meðvitað og velhugsað svar. Þetta þýði ekki að viðmælendur Bruners hafi slíka sagnsýn á sig sjálfa í amstri hvunndagsins. Sú staðreynd að þeir sögðu Bruner sögur sýni alls ekki að það sé hluti af manneðlinu að reyna að öðlast samstætt sjálf í krafti frásögu. Vissulega beiti menn bókmenntabrögðum í þessum frásögum. En það segir minna um sköpunargáfu manna en skort á hugmyndaflugi og notkun á bókmenntaklisjum til að fegra mál sitt. Auk þess sé það aðeins í ævisögum þar sem frásaga veitir eitthvað sem minnir á heildræna yfirsýn yfir lífshlaup manna. Ef eining lífshlaupsins er á einhvern hátt háð einingu frásögu þá sé lífshlaup flestra manna sundurlaust þar eð þá skorti frásögu. Til að gera illt verra fyrir sagnhyggjumenn þá gerist þeir sekir um tvær vill- ur auk þeirrar villu Bruners sem nefnd hefur verið. Sú fyrsta sé að rugla saman persónusamsemd (e. personal identity) og hugmynd manna um sjálf sitt (e. self- conception). Ekki þar fyrir að það að segja sögur um sig sjálfan gæti þróað og skýrt hugmyndir manns um sjálfan sig sem persónu af þessari eða hinni gerðinni. En það að hugsa um sig sjálfan eða hafa ákveðnar hugmyndir um sjálfan sig tengist hvergi því að skapa persónu samsemd sína eða finna viðvarandi hugveru stað í straumi tímans (lífshlaupinu). Hin villan sé sú að rugla saman frásögu og „drama“. „Drama“ þurfi ekki að vera í tengslum við frásögu. Fólk „dramatíseri“ líf sitt með þeim hætti að leika persónu (e. adopting a persona). Tengslin við persónu-samsemd séu ekki ljós. Satt að segja sé mestur hluti þess sem sagt er frá í venjulegu lífi í besta falli lífs-brot. Þessi brot séu valin af sögumönnum út frá þeirra sjónarhorni. En inntaksrýr sögubrot sem þessi geti ekki verið grundvöllur sjálfsemdar. Meira vit sé í þeirri skoðun að lífs- saga hafi einingu sjálfsins að forsendu. Að minni hyggju er vandinn við þessa greiningu í fyrsta lagi sá að Lamarque gerir hvergi grein fyrir því hvað sjálf sé en gefur sér án raka að sjálfið og lífið/lífs-  Lamarque  Hugur 2013-4.indd 35 23/01/2014 12:57:24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.