Hugur - 01.01.2013, Qupperneq 40

Hugur - 01.01.2013, Qupperneq 40
 Geir Sigur!sson 1. Frumspekileg og tilvistarleg tómhyggja Óháð þeim hugmyndum sem við höfum um stöðu okkar sem mannfólks í ver- aldar skipulaginu er ljóst að líf okkar hér á jörðu lýtur tímamörkum. Trú á ein- hvers konar handanlíf er vissulega enn útbreidd og þótt handanlíf breytti litlu um endan leg afdrif okkar í þessum heimi hefur inntak slíkrar trúar jafnan veruleg áhrif á viðhorf hins trúaða til veraldlegs lífs og þar með á það hvernig hann hagar því. Í hinum iðnvædda hluta heimsins er sú skoðun þó mun algengari að annað líf sé ekki í boði í kjölfar hins veraldlega og að endalok þess marki jafnframt endalok einstaklingsins sem um ræðir. Slík „trúlaus“ lífsskoðun ruddi sér til rúms í hinum vestræna heimi með vísindahyggjunni á nýöld og varð einkum áberandi frá og með nítjándu öld. Nokkuð hefur reynst snúið að samrýma þessa skoðun þörfinni fyrir merkingarbært líf. Þannig hefur frumspekileg tómhyggja, eða sú skoðun að veruleikinn sé ekki ákvarðaður af guðlegri forsjón, jafnan haft í för með sér tilvistarlega tómhyggju, eða þá skoðun að lífið sé með öllu merkingar- og tilgangslaust. Meðal þeirra sem reynt hafa að mæta þessum vanda eru Immanuel Kant og Friedrich Nietzsche sem þrátt fyrir afar ólíkar nálganir leituðust báðir við að koma í veg fyrir að viðhorf til jarðlífs sem grundvallaðist á forsendum og niðurstöðum náttúruvísindanna myndi leiða til siðferðilegrar tómhyggju, hnign- andi siðmenningar og jafnvel grimmilegs náttúruríkis að hætti Tómasar Hobbes. Margir hafa vissulega fundið bjargræði í heimspeki þeirra, þó tæplega hinir sömu í heimspeki þeirra beggja, en aðrir hafa bent á að þrátt fyrir höfnun þeirra á kreddum hefðbundinnar kristinnar heimsmyndar hafi þeir eftir sem áður neyðst til að grípa til frumspekilegra og jafnvel hálf-trúarlegra úrræða til að tryggja að tilvistin hefði einhverja merkingu. Samkvæmt þessum túlkendum skiptir Kant Guði út fyrir skynsemina en Nietzsche styðst á endanum við hugmyndir af frum- spekilegum toga á borð við viljann til valds og eilífa endurkomu hins sama.1 Þetta gefur því til kynna að dauði Guðs á Vesturlöndum hafi skilið eftir sig tóm sem fylla þurfi með einhverju sem kalla má öðru nafni en gegnir þó áfram því guðlega eða frumspekilega hlutverki að grundvalla merkingu lífsins. Aðrir hugsuðir hafa gengið lengra og viðurkennt opinskátt frumspekilega tóm- hyggju. Þeir hafa þá annað hvort óhikað fallist jafnframt á tilvistarlega tómhyggju eða leitast við að sneiða hjá henni með ósannfærandi hætti. Nefna mætti Arthur Schopenhauer og E.M. Cioran sem fulltrúa hins fyrrnefnda hóps en Richard Dawkins er líklega þekktasti fulltrúa hins síðarnefnda. Dawkins segir til dæmis um alheiminn að hann „búi nákvæmlega yfir þeim eiginleikum sem búast má við ef – þegar öllu er á botninn hvolft – engin hönnun er fyrir hendi, enginn tilgangur, ekkert illt og ekkert gott, ekkert nema blint og miskunnarlaust skeytingarleysi“.2 Þrátt fyrir þessa eiginleika frumspekilegrar tómhyggju telur Dawkins að unnt sé  Um þetta atriði í heimspeki Kants, sjá Land , og um Nietzsche, sjá t.d. Nolt . Hér skal tekið fram að ég efast um réttmæti þessarar gagnrýni á Nietzsche og raunar grunar mig að til- raunir Nietzsches eigi margt sameiginlegt með þeim viðhorfum daoista sem hér verður Mallað um. Slíkur samanburður verður að bíða betri tíma en áhugasömum lesendum má benda á grein Froese  um líkt efni.  Dawkins : . Hugur 2013-4.indd 40 23/01/2014 12:57:25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.