Hugur - 01.01.2013, Page 41

Hugur - 01.01.2013, Page 41
 Skapandi sjálfsgleymi  að komast hjá tilvistarlegri tómhyggju með því að helga líf sitt virku vísindastarfi. Að hans dómi verður lífið merkingarbært fyrir tilstilli vísinda og þekkingaröfl- unar og hvers kyns uggur og ótti stafa einungis af fáfræði eða vangetu til að njóta ávaxta vísindalegrar ástundunar. Þessi „lausn“ Dawkins hefur þótt býsna grunn. Í nýlegum samanburði á viðbrögðum Nietzsches og Dawkins við guðlausum heimi segir J. Oomas Howe að málflutningur Dawkins einkennist af „barnalegri bjartsýni sem gefur sér að fólk með vísindalega menntun og karað af trúarlegum áhrifum muni finna sér líf sem markast af hugarró og dásamlegri undrun“.3 Sú fullyrðing Dawkins að okkur nægi að fást við vísindastörf til að ljá lífi okkar merkingu þykir þannig ekki mjög sannfærandi. Ein ástæða þess kann að vera sú að sannleikurinn er ekki einhlítur og vafasamt er að ætla að vísindin feti sig áfram þráðbeint í átt til meiri og fyllri „sannleika“. Því er ekki að neita að talsvert er til í þeirri greiningu ítalska nítjándu aldar skáldsins Giacomo Leopardi að framrás vísindanna sé fyrst og fremst neikvæð í þeim skilningi að þau útrýma stöðugt ranghugmyndum með því að setja fram í þeirra stað nýjar hugmyndir sem síðan reynast sjálfar vera hrekjanlegar ranghugmyndir.4 Við þetta má bæta að vísinda- legar uppgötvanir geta jafnan af sér Mölmargar nýjar spurningar og því er ekki færri spurningum ósvarað þótt vísindalegar framfarir eigi sér stað. Önnur ástæða helgast af eðli þess sannleika sem vísindin leita. Jafnvel þótt vís- indin geri okkur kleift að auka sífellt skilvirkni og framleiðni í samspili okkar við umhverfið geta þau hvorki leitt í ljós merkingu mannlífs á jörðu né sýnt okkur fram á hvers kyns lífi við eigum að lifa. Eins og Páll Skúlason hefur bent á „geta vísindin aldrei sagt okkur hvað við eigum að gera, hvað sé æskilegt, gott, rétt, o.s.frv. Þau geta einungis frætt okkur um $a! sem er“.5 Vissulega teljast siðfræði og hugvísindi almennt einnig til vísinda og þau geta gert okkur betur í stakk búin til að fást við spurningar um hinstu rök veruleikans og hið góða líf. En ekki er að sjá að Dawkins hafi í huga aðra sannleiksleit en þá sem fer fram á sviði náttúru- vísindanna. Vera má að ástríða hans fyrir þeim sé slík að hann leiði einfaldlega ekki hugann að tilvistarlegum úrlausnarefnum meðan hann ástundar vísindastörf en það er lítið gagn af persónulegum áhuga hans á vísindum fyrir þá sem líða fyrir merkingarskort lífs og heims. Þær tilraunir sem raktar eru hér að ofan gefa til kynna að söguleg, trúarleg og heimspekileg framvinda vestrænnar menningar hafi sett hana í ákveðna tilvistar- lega klemmu í samtímanum. Svo virðist sem manneskjan hafi enn þörf fyrir að finna til einhvers konar frumspekilegrar merkingar í lífinu á sama tíma og vís- indin í aðferðum sínum og nálgunum gera ekki ráð fyrir að þess háttar merkingu sé með einhverjum hætti unnt að uppgötva. Því er kannski undarlegt að almennt skuli farið fram á að röklegur framgangsmáti vísindanna sé tekinn til fyrirmyndar á flestum ef ekki öllum sviðum mannlífs. Vísbendingu um hvernig leysa megi þessa mótsögn kann að vera að finna í öðrum menningarheimum sem fylgt hafa annars konar framvindu. Í þessari grein  Howe : .  Leopardi : .  Páll Skúlason : . Hugur 2013-4.indd 41 23/01/2014 12:57:25
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.