Hugur - 01.01.2013, Síða 45

Hugur - 01.01.2013, Síða 45
 Skapandi sjálfsgleymi  ástæðu til að syrgja heldur fann hjá sér hvöt til að fagna lífi hennar með trommu- slætti og söng.17 Fyrsti kafli ritsins sem kennt er við Zhuangzi nefnist Xiaoyaoyou 逍遙游 sem mætti útleggjast sem „Ráfað um án markmiða“. Ráf þetta vísar til veru- eða verð- andiháttar okkar í tilverunni. Í heildarsamhengi ráfum við um stutta stund sem mannskepnur, tvístrumst svo og umbreytumst í önnur fyrirbæri og höldum þá áfram gönguferðinni án vitundar um það í hvað við höfum breyst. Síðar í ritinu er sagt frá nokkrum öldungum sem fylgjast af ástríðufullum áhuga með umbreyt- ingum hvers annars á síðustu stigum lífsins. „Hvað skyldi nú verða úr þér næst?“ spyr einn þeirra spenntur þegar annar liggur á banabeðinu, „skyldir þú breytast í rottulifur í þetta skipti? Eða flugufót?“18 Einlæg þátttaka í þessu umbreytingarferli sem lífið er einungis einn liður í er forsenda þess að ráfið verði frjálst og skapandi. Það felur þá í sér að sætta sig við örlög sín í víðara samhengi, sætta sig við að verða jafnvel að rottulifur eða flugufæti að lokinni næstu stóru umbreytingu. Það er hins vegar viðleitni mín til að ríghalda í sjálf mitt sem takmarkar veruhátt minn og firrir mig frá veraldarferl- inu með því að afneita hinu óhjákvæmilega og ala á sjálfsblekkingum um stöðu okkar mannfólksins. Í samlífi mínu með öðrum kemur óttinn við að glata þessu sjálfi mér til að rembast við að sanna sérstöðu mína fyrir sjálfum mér jafnt sem öðrum. Samanburðurinn við aðra kallar fram gildi sem ég nýti mér til að sannfæra sjálfan mig um eigið ágæti. Ég tek að trúa því að ég sé eitthvað merkilegt, jafnvel eitthvað merkilegra en aðrir. Þannig verð ég bæði sjálfhverfur og gráðugur og tjái þessa eiginleika mína með hliðsjón af yfirborðskenndu samfélagslegu gildismati sem leiðir til hatrammrar samkeppni og baráttu um eftirsótta en ekki endilega eftirsóknarverða hluti. Á þennan hátt, segja daoistar, verðum við einberir þrælar samfélagsins. Sterk sjálfsvitundin sem þessu fylgir hamlar auk þess náttúrulegri sköpunargáfunni í flæði veraldarinnar. Við tökum að skilja samskipti okkar við aðra fyrst og fremst sem átök og baráttu. Líf okkar einkennist þá öðru fremur af gremju, kergju, öfund, ótta og vandlætingu á öðrum. En um leið erum við síður í stakk búin til að glíma við veruleikann, því sjálfsvitundin raskar samstillingunni við rás hans. Zhuangzi tekur dæmi af ölvuðum manni: Ölvaður maður sem fellur af vagni, jafnvel þótt hann sé á miklum hraða, mun ekki deyja. Bein hans og liðir eru hinir sömu og annarra en meiðsl hans verða öðruvísi. Það er vegna þess að andi hans er heill. Hann var þess ekki áskynja að hafa stigið upp í vagninn, né að hafa fallið af honum. Í honum bærast engar hugsanir um líf og dauða, hvorki áhyggjur né ótti. Þess vegna mætir hann hlutunum óáreittur. Ef einhver öðlast heilindi sín með þessum hætti fyrir tilstilli áfengis, hversu heill getur þá sá ekki verið sem öðlast þau frá himninum!19  Zhuangzi .–; Mair : –.  Zhuangzi .; Mair : .  Zhuangzi .–; Mair : . Hugur 2013-4.indd 45 23/01/2014 12:57:25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.