Hugur - 01.01.2013, Síða 53

Hugur - 01.01.2013, Síða 53
 Skapandi sjálfsgleymi  hengis heldur reglubundnar tilhneigingar sem aldrei geta verið eins í tvö skipti þar sem gagnvirkir „þátttakendur“ þeirra eru ávallt nýir og einstakir. Daoistar myndu bæta því við að þátttaka okkar sem hugsandi og túlkandi mannverur er allsérstök að því leyti að hugtekning okkar og skilningur á veruleikanum eru með öllu háð túlkun okkar og framsetningu á tungumáli sem lýtur tilteknum söguleg- um hefðum og venjum. Við erum því ekki fullkomlega frjáls til að túlka hvað sem er hvernig sem er, því hvorki náttúran, hugtökin né skilningurinn einkennast af einberu gjörræði. Hins vegar er svigrúm okkar til túlkunar talsvert og sjónarmiðin ráða þar miklu um. Daoistar gætu því að nokkru marki tekið undir með Leopardi þegar hann staðhæfir að manneskjan þarf að öðlast þekkingu á því sem gagnast henni sjálfri. Algild sannindi […] skeyta í engu um afdrif hennar. Hamingja hennar getur falist jafnt í sannri sem ósannri hugmynd og skoðun. Það sem máli skiptir er að þessi sko!un hæfi a! sönnu mannlegu eðli.35 Skilningur Leopardis á hinu „sanna“ kemst hér allnálægt þeim daoíska. „Sönn“ túlkun heimsins er fyrst og fremst „mannvænleg“ og til þess fallin að skapa mann- eskjunni hagkvæm efnisleg og andleg lífsskilyrði. Jákvæð og skapandi túlkun lífs og heims er eitt af því sem til þarf. Þannig er ekkert ósatt við slíka túlkun, heldur mætti lýsa henni sem „mannheimsfræðilegri“ í þeim skilningi að við leitumst við að setja fram túlkun á veruleikanum og ferlum hans sem taka vísvitandi tillit til mannlegra sjónarmiða.36 Veröldin sem við hrærumst í er sannarlega leyndardómsfull og undursamleg. Það er ekki fyrst og fremst flókin samsetning hennar heldur sá háttur okkar að þurfa að túlka hana samtímis því að vera þáttur í henni sem útilokar með öllu að við öðlumst á henni fullan og „hlutlægan“ skilning í sígildri merkingu þess orðs. Richard Dawkins virðist ekki taka tillit til þessa grundvallaratriðis í þeirri skoðun sinni að viðleitni okkar til að öðlast sífellt betri skilning á veruleikanum komi sjálfkrafa í veg fyrir tómhyggju. Líklega er það þessi ofuráhersla á uppgötvunina og sannleikann sem gerir hann svo ósannfærandi. Hann missir sjónar á því að sú lífsgleði sem vísindastarfið virðist veita honum er einmitt fyrst og fremst sköp- unargleði.37  Leopardi : .  Tu Weiming er höfundur orðsins „mannheimsfræðileg sýn“ (e. anthropocosmic vision) sem hann segir einkenna kínverska heimspeki til forna. Með því vísar hann til þess að kínverskir hugsuðir gerðu ávallt ráð fyrir að stöðug og óhjákvæmileg sam- og gagnvirkni eigi sér stað milli manneskju og veraldaraflanna. Augljóslega hafa þau viðvarandi áhrif á lífsskilyrði mannsins og í seinni tíð hefur lífsmáti hans jafnframt haft talsverð og óæskileg áhrif á þau. En þetta ber þó ekki síst að skilja í túlkunarfræðilegu ljósi: okkur er með öllu ókleift að skilja eða tjá virkni þeirra nema með mannlegum skilningi og mannlegum táknkerfum tungumálsins. Sjá t.d. Tu : –.  Ég þakka nafnlausum ritrýni fyrir gagnlegar athugasemdir við greinina. Hugur 2013-4.indd 53 23/01/2014 12:57:25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.