Hugur - 01.01.2013, Page 59

Hugur - 01.01.2013, Page 59
 List og l#!ræ!isskipan  búa yfir valdi til að stjórna, og fáveldi þegar hinir ríku og vel ættuðu, sem eru fáir, gera það“.10 Af þessum tveimur kostum telur Aristóteles fáveldi, sem hreint auðveldi, ekki vera æskilegt. Hann segir það aldrei vera gott, en það geti verið mis-slæmt. Kostir þess séu að þeir sem hafi nóg á milli handanna hafi nægan tíma til að ígrunda hlutina og ræða þá í sameiningu, auk þess sem mögulegt sé að auðugur maður komi til með að halda jafn vel utan um bú samfélagsins og eigið bú; hann sé búinn að sýna það í verki að hann geti stjórnað vel. Ef skilgreining á þeim auð sem þarf til þess að eiga aðild að stjórninni er hófleg geta aðilar auðveld- isins verið nokkuð margir, sem Aristóteles telur að væri betra. Hann nefnir einnig að aðferðir auðveldis til að skipa mikilvægum embættum séu skynsamlegar; þar sé almennt kosið um þá sem taki að sér mikilvæg embætti og þannig geti vel skipulagt auðveldi haft vissa kosti aðalsveldis í för með sér, ef það veldur því að þeir hæfustu séu valdir til starfa. Hins vegar eru, að mati Aristótelesar, alvarlegir gallar á auðveldinu sem gera það að verkum að því hættir til að verða slæmum stjórnarháttum að bráð og sé þar af leiðandi óstöðugt. Hann nefnir að í fyrsta lagi geti hinir auðugu oft fyllst drambi yfir eigin velgengni. Þetta leiði síðan aftur af sér að þeir Marlægist hugmyndir um almannahag og stjórni samfélaginu frekar í eigin þágu en í þágu allra. Viðhorf þeirra til almennings geti þannig orðið svipað og viðhorf húsbænda til þræla, sem sé ekki æskilegt í samfélagi frjálsra manna. Það versta sé síðan þegar hinir auðugu fyllast of miklum hroka og telji að þeir sjálfir séu hafnir yfir lögin; þannig getur auðveldi breyst í harðstjórn þar sem fáir auðugir túlka lögin einvörðungu í eigin þágu.11 Lýðræði er samkvæmt Aristótelesi stjórnarfar þar sem lýðurinn ræður ríkjum í skjóli meirihlutavalds síns. Hann tekur einnig fram að í lýðræðiskerfi sé það jafn- ræðið sem sé mikilvægast. Til þess að svo megi verða sé menntun og heilbrigði þegnanna oft á forsendum sameignarinnar. Stundum sjái samfélagið einnig frjáls- um þegnum sem minna mega sín fyrir jarðnæði, vegna þess að í lýðræði sé mikil- vægt að allir séu sjálfum sér nógir og ekki háðir neinum öðrum um nauðsynjar. Á tímum Forngrikkja var einnig oft gætt fulls jafnræðis við veitingu mikilvægra embætta með því að varpa hlutkesti um hver skyldi sinna þeim; með því að skip- anin væri tímabundin var einnig tryggt að fleiri ættu möguleika á því að sinna þeim. Gallar á lýðræðisfyrirkomulagi eru að hans mati hins vegar helst þeir að hinum fátæku hættir til að blindast af öfund í garð hinna betur stæðu; það gæti leitt til þess að meirihluti fátækra beitti sér gegn hinum ríku á gerræðislegan hátt. Í versta falli gæti þetta leitt til lögleysu og tilheyrandi harðstjórnar þegar leiðtogar lýðsins teldu sig hafna yfir lögin og stjórnuðu með tímabundnum tilskipunum án þess að taka tillit til hagsmuna heildarinnar.12 Það er ljóst að Aristóteles telur hvorki auðveldi né lýðræði til fyrirmyndar. Í því sambandi dregur hann á áhugaverðan hátt fram óvægna aðstöðu beggja hug- myndakerfa til jöfnu!ar:  Stjórnspekin, b:–.  Stjórnspekin, a:–.  Stjórnspekin, b:–a:. Hugur 2013-4.indd 59 23/01/2014 12:57:26
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.