Hugur - 01.01.2013, Page 97

Hugur - 01.01.2013, Page 97
 Dómsdagur  veki upp brýna þörf, hún kreMist nafns þessarar konu sem eitt sinn var á lífi.8 Það er kannski þess vegna að þeir sem sáu fyrstu daguerreótýpurnar gátu ekki umborið þetta þögla ávarp og urðu að líta undan – þeim fannst fólkið á mynd- unum vera að horfa á sig. (Í vinnustofu minni, á mublu við hliðina á skrifborðinu, er ljósmynd – frekar þekkt mynd að vísu – sem sýnir andlit ungrar brasilískrar stúlku, sem virðist stara á mig óblíðum augum. Ég veit með fullkominni vissu að hún er og verður dómari minn, í dag eins og á efsta dómsdegi.) Dondero lét eitt sinn í ljós efasemdir um tvo ljósmyndara sem hann dáði, Henri Cartier-Bresson og Sebastião Salgado. Hjá þeim fyrri sá hann öfga rúm- fræðilegrar myndbyggingar; hjá þeim síðari öfga fagurfræðilegrar fullkomnunar. Hann stillti sinni eigin hugmynd um mannsandlitið sem sögu sem á að segja eða landsvæði sem á að kanna upp á móti báðum. Ég er á sama máli: krafa ljósmynd- arinnar sem ávarpar okkur hefur ekkert fagurfræðilegt við sig. Hún er öllu heldur krafa um endurlausn. Ljósmyndin er alltaf meira en mynd: hún er staður eyð- unnar, háleitt rof á milli hins skynjanlega og hins skiljanlega, á milli eftirmyndar og raunveruleikans, á milli minningar og vonar. Kristnir guðfræðingar sem Mölluðu um upprisu líkamans veltu því fyrir sér hvort líkaminn risi upp í því ástandi sem hann var í á dauðastundinni (ef til vill gamall, sköllóttur, einfættur) eða í blóma æskunnar. En þeir fundu aldrei fullnægjandi svar. Origenes batt snöggan endi á þessar endalausu umræður með því að halda því fram að upprisan taki til forms líkamans, eidos hans, frekar en til líkamans sjálfs. Ljósmyndin er, í þessum skilningi, fyrirheit um hinn dýrlega líkama. Það er á margra vitorði að Proust var heltekinn af ljósmyndun og að hann lagði mikið á sig til að eignast ljósmyndir af fólkinu sem hann elskaði og dáði. Í svari við þrábeiðni Prousts um mynd af einum stráknum sem hann varð ástfanginn af þegar hann var tuttugu og tveggja ára, gaf Edgar Auber honum að lokum eina. Á bakhlið ljósmyndarinnar skrifaði Auber sem tileinkun (og á ensku): Look at my face: my name is Might Have Been; I am also called No More, Too Late, Farewell. Þetta er vissulega hrokafull tileinkun, en hún tjáir fullkomlega þörfina sem blæs lífi í sérhverja ljósmynd og tekur til hins raunverulega sem er alltaf að farast, til þess að gera það aftur að möguleika. Ljósmyndun krefst þess að við minnumst alls þessa, og ljósmyndir eru vitnis- burður allra glataðra nafna, eins og lífsins bók sem hinn nýi engill opinberunar- innar – engill ljósmyndunar – hefur í höndum við lok allra daga, það er, sérhvern dag. Steinar Örn Atlason $#ddi  [Walter Benjamin, „Saga ljósmyndunar í stuttu máli“, Fagurfræ!i og mi!lun. Úrval greina og bókakafla (Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, ), bls. . – "#!.] Hugur 2013-4.indd 97 23/01/2014 12:57:28
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.