Hugur - 01.01.2013, Side 127

Hugur - 01.01.2013, Side 127
 Brosi!  slökunarinnar undir viðeigandi kringumstæðum býður brosið upp á að brugðið sé á leik með það, einkum þegar misræmið milli styrks geðshræringarinnar og óræðni hvatateiknanna hvetur til þess að maður ýki tjáninguna. Án þess að eftir því sé tekið breytist tjáningin úr því að vera náttúruleg í að verða að meðvituðu og merkingarríku látbragði. Hið ósjálfráða teikn verður að háleitri myndlíkingu hins sjálfráða lífs. Ef við, af þessum sökum, köllum brosið svipbrigði andans þá þarfnast slík skil- greining jafnt afmörkunar sem útvíkkunar. Með því einu að lýsa leiknum að hinu náttúrulega táknkerfi slökunarinnar sem andlegri og andríkri tjáningu er hætt við að hin ósjálfráðu tilvik ánægjunnar, vinsemdarinnar og kætinnar, sem og hin jafnósjálfráða tjáning sælunnar, algleymisins, lotningarinnar og friðsemdarinn- ar, verði útundan. Eða þá að við einblínum á inntak tjáningarinnar og útilokum ósjálfráðu tilvikin sem minnst var á sem tjáningu eintómrar stemningar og líf- fræðilegra þátta. Báðar skilgreiningarnar eru of þröngar þar sem þær einblína annaðhvort um of á eðli látbragðsins eða andlegt inntak þess.10 "ví er öfugt fari! vegna þess að brosið skapar vissa Marlægð, jafnvel sem náttúruleg tjáning. Það tjáir Marlægð mannsins á sjálfan sig og umhverfi sitt. Þessa firð nefnum við anda hans, það er í krafti hennar sem maðurinn finnur sig bundinn andlegum heimi. Í ljósi þess að brosið gefur í skyn slökun sem er dýrunum framandi vegna nándar sinnar við eigin líkama og umhverfi sitt, hefur það leikræna eiginleika fyrir þann sem brosir og hvetur til þess að brugðið sé á leik með svipbrigðin, það hvetur til látbragðsleikja. Það verður að prýðilegum merkingarmiðli sem endurspeglar ekki aðeins Mölmargar og blæbrigðaríkar tilfinningar heldur sjálfa staðveru mannsins.11 Hér er svo sannarlega ekki átt við að hvert einasta bros sé „í grundvallaratriðum“ bros við sjálfu sér. Það er Marri okkur að ofmeta svo kímnigáfuna og kaldhæðnina. En viðbragðsgeta brossins gagnvart þeim hræringum sem að eðli og styrk standa í engum tengslum við veik hvatateikn sín sýnir að í hverju brosi, óháð umbreytingu þess í látbragð eða grímu, sem og inntaki þess, kemur í ljós þessi einstaka Marlægð sem liggur til grundvallar öllu því sem er sérmannlegt, ekki síst tungumálinu. Brosið er svipbrigði andans. Við getum einnig sagt að það sé svipbrigði hinnar mannlegu staðveru. En hvernig er því þá farið með hlátur og grátur? Er skoðun okkar ekki í mótsögn við okkar eigin kenningu, að hlátur og grátur séu aðeins á færi mannsins, tjáningarhættir úthverfrar staðveru hans? Í fyrsta lagi eru hvorki hlátur né grátur svipbrigði heldur bráðaviðbrögð á mörkum mannlegrar hegð- unar. Í útrás sinni taka þau vissulega svipbrigðin í þjónustu sína, við missum aftur á móti taumhaldið og þar með yfirráð eigin líkama. Þannig bregst maðurinn við í aðstæðum sem hann kann engin svör við, margræðni eða alvara aðstæðnanna  Hér bendir Plessner á tengsl orðanna „Geste“ sem ég hef þýtt sem látbragð og „Geist“ sem merkir andi, þannig er látbragðið andlegt í þeim skilningi sem Plessner leggur í hugtakið: það felur í sér Marlægð mannsins á, og tengsl hans við, eigin líkama.  Staðvera (þ. Positionalität) er meginhugtak heimspekilegrar mannfræði Helmuths Plessner og lýsir veruhætti lífvera. Í krafti úthverfrar staðveru sinnar (þ. exzentrische Positionalität) öðlast mannskepnan Marlægð á sjálfa sig og getur hlut- og tákngert líkama sinn ólíkt þeim dýrum sem hafa miðhverfa staðveru (þ. zentrische Positionalität). Nánari umMöllun um lífheimspekilega verufræði Plessners má finna í B.A.-ritgerð minni sem vísað er til í inngangi. Hugur 2013-4.indd 127 23/01/2014 12:57:29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.