Hugur - 01.01.2013, Page 134

Hugur - 01.01.2013, Page 134
 Henry Alexander Henrysson að svara því hvað skuldbindi okkur meðal Möldans (því verður ekki neitað að freistingar til þess að standa ekki við sitt aukast í hlutfalli við hversu líklegt er að enginn taki eftir því) er býsna öflug. Reyndar er hún í mjög svo hume-ískum stíl og stundum er erfitt að greina hinn heimspekilega þráð í gegnum sagnfræðina (s.s. í greiningu hans á íhaldsmönnum og frjálslyndum), en þegar þráðurinn er sem skýrastur má greina mikilvægt framlag til stjórnspeki átjándu aldar. Hume endar á því að greina rök Sókratesar í Krítoni. Það er augljóst að sú hl#!ni sem hann sér í málflutningi Sókratesar á ekki að geta leitt af forsendum einhvers konar samfélagssáttmála að mati Humes. Og hann telur sig hafa sýnt fram á að slíkir sáttmálar séu í raun takmarkaður grundvöllur hvers konar skylduboða. Kenning Humes er sú að eftir að hann hefur tætt í sig hugmyndir um að yfirvald geti sótt umboð sitt til yfirskilvitlegra heima (sækja $á barnsfóstran og s#sluma!- urinn vald sitt einnig beint til Gu!s?), útilokar hann ekki að samþykki þjóðar sé eini mögulegi siðferðilegi grundvöllur hvers konar yfirvalds. Hann bendir þó á tvennt. Í fyrsta lagi að hvergi hafi tekist að fá þjóðina alla að borðinu. Og í öðru lagi fái hann ekki séð hvernig slíkt ætti að fara fram. Hvað fyrra atriðið varðar er ýmislegt sem þarf að hafa í huga að sögn Humes. Til dæmis vísi fylgismenn sáttmálakenninga til einhvers upprunalegs ástands þar sem allir voru jafnir, einhvers konar náttúrulegs ástands, og að sú samfélagsgjörð eigi að réttlæta skyldur okkar við ríkið. Hume bendir á að slíkur samningur eigi sér enga veraldlega tilvist og ef hann eigi að vera einhvers konar myndhverfing eða vera táknrænn þá þurfi að taka það fram. Skyldan sem á að leiða af þessum sáttmála minni meira en nokkuð annað á skyldur barns við foreldri, sem geti ekki verið það sem forvígismenn slíkra kenninga eru að vísa til. Samkvæmt Hume komast allir valdhafar til sætis síns í krafti mismunandi dulins ofbeldis. Hann hafi heldur ekki orðið var við það neins staðar að hlýðni og tryggð við valdhafa byggist á öðru en ótta. Lýðræði er vissulega mögulegt samkvæmt Hume, en því er vanalegt rænt í reykfylltum bakherbergjum. Enda stangist það á við manneðlið. Hver og einn virðist hugsa meira um eigin hag heldur en annarra. Ef svo er ekki, spyr Hume, til hvers fer þessi umræða fram; hvers vegna ættum við þá að þurfa yfirvöld? Sókrates virðist vera gott dæmi um það að einhverjir taki hag heildarinnar fram yfir eigin hag. Hann situr eftir í Aþenu þrátt fyrir að það komi honum augljós- lega betur að láta sig hverfa. Hume spyr sig hversu algengt þetta sé og hvort rök Sókratesar haldi. Í svari hans kemur fram djúpstæður efi sem svipar til þess þegar hann gagnrýnir hugmyndir um hið þögla samþykki. Hvorug hugmyndin eigi við hinn pólitíska veruleika og sé aðeins vísun í réttmæta kröfu. Hume spyr hvers konar sýn það sé á samfélagið í heild sinni að tala eins og hverjum og einum sem ekki vilji vera tryggur þjóðfélagsþegn sé frjálst að fara. Langflestum standi ekkert slíkt til boða. Hume hvetur lesandann til þess að skipta út frásögn Sókratesar fyrir aðra hugmynd og hann dregur upp sterka mynd af því sem í raun gerist með myndlíkingu um menn sem vakna um borð á skipi á ballarhafi eftir að hafa verið munstraðir um borð í svefni. Hásetar hvers samfélags fara ekki neitt og þótt þeir stökkvi frá borði er ekki þar með sagt að þeir sleppi ólaskaðir. Hugur 2013-4.indd 134 23/01/2014 12:57:29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.