Hugur - 01.01.2013, Side 135

Hugur - 01.01.2013, Side 135
 Tryggur $jó!félags$egn  Hið heimspekilega svar sem að lokum sprettur af síðum ritgerðarinnar svar- ar því ekki hvers vegna við eigum að breyta með hagsmuni samfélagsins í huga. Hume lætur sér nægja að segja hvernig við komumst að því að líklega sé það fyrir bestu. Siðferðisskyldur séu af tvennu tagi. Annars vegar eru það frumskyldur sem við finnum til þegar til dæmis börn og þeir sem minna mega sín þarfnast hjálpar. Slíkar skyldur koma fram á náttúrulegan hátt. Siðferðið sem slíkt hvílir ekki á sjálfselsku. Frumskyldurnar byggjast á ósvikinni umhyggju fyrir öðrum; samhygðin hefur ekkert að gera með vitsmunalega greiningu hvort sem hún snýst um útsjónarsemi eða siðvit. Samkenndin er alltaf minni þegar fólk er okkur Marlægt og ólíkt. Stundum get- um við reyndar horft framhjá því og sumir ókunnir einstaklingar vekja með okkur meðaumkun (ætli Rousseau hafi ekki vakið slíkar kenndir hjá Hume fyrst í stað) en almennt þynnist samhygðin hratt út í samfélaginu samkvæmt Hume. Þess vegna eru einnig til skyldur sem spretta af einhvers konar greiningu á aðstæðum. Samkvæmt Hume gerum við okkur þannig bara smám saman grein fyrir því að samfélagið getur ekki þrifist ef við tökum ekki á okkur vissar skyldur. Við gerum okkur grein fyrir því að það flæði sem einkennir sérhvert samfélag getur ekki haldið áfram án einhvers konar stöðugleika. Það er því einfaldlega vel ígrunduð skoðun sem hver og einn finnur hjá sjálfum sér sem liggur til grundvallar því að við virðum (en óttumst ekki einungis) yfirvöld og löggjöf. Stundum. Hvorki þögult samkomulag né mannleg samhygð dugir til. Og Hume gefur sterklega í skyn að harla lítil von sé til þess að nokkur komist á þá skoðun nema honum líði eins og hann sé virkur þátttakandi í því samfélagi sem hann ætlar sér að halda tryggð við. Þar sem frelsið er að lokum takmarkað hlýtur ábyrgðin, sem því fylgir, að vera það einnig að dómi Humes. Hinn tryggi þjóðfélagsþegn á tryggð sína einungis við sjálfan sig; skyldur koma ekki til þar sem aðrir en maður sjálfur skapa með sér hinn eiginlega „sáttmála“. Og þar af leiðir að hugmyndin um þjóðhollustuna hlýtur að vera byggð á veikum grunni einnig. Yfirleitt eru heimspekileg rök færð fyrir henni á grundvelli þeirrar skyldu sem frelsið skapar; lífsrými og tækifæri þurfi að verja. En þá vaknar líka sú spurning hvers vegna við ættum ekki að njóta hins vafasama þáttar í hundeðlinu, blygðunarleysisins, jafn mikið og trygglynd- isins fyrst það síðarnefnda á sér engar stoðir aðrar en þær sem búa í eðli hvers og eins. Hvers vegna ekki að láta eigin ánægju ganga fyrir þörfum samfélagsins í öllum málum? Hvers vegna ættum við til dæmis að hlýða lögum þegar hið gagn- stæða kemur sér betur fyrir okkur? Svar Humes er á þá leið að drenglyndi eigi sér einfaldlega eina stoð sem komi ímynduðum sáttmálum ekkert við. Okkur verði einfaldlega óhjákvæmilega ljóst að viss hegðun ruggi þessum bát sem samfélagið sé hættulega mikið. Reynslan kenni okkur, betur en nokkur annar kennari (og væntanlega einnig með meiri tilkostnaði), hvað okkur ber að gera. Siðferðisgrundvöllur samfélagshugmyndar Humes verður þannig að lokum býsna þunnur, en sú staðreynd dregur reyndar marga að hugmynd hans enn í dag. Greining hans á sáttmálahugmyndum er hins vegar mikilvæg og hispurslaus. Þátttakendur í samfélagi sem upplifa sig fullkomlega óvirka þurfa ekki að sýna Hugur 2013-4.indd 135 23/01/2014 12:57:29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.