Hugur - 01.01.2013, Side 139

Hugur - 01.01.2013, Side 139
 Hlutverk heimspekingsins í opinberu lífi  hljóðs á opinberum vettvangi með þeim hætti sem ég legg til – sem gagnrýnin og yfirvegandi rannsókn á forsendum og grundvelli tilvistar okkar með það fyrir augum að gera okkur ábyrgari og frjálsari í ákvörðunum okkar. Þessi vandamál snerta öll opinbera ímynd heimspekingsins. Rétt er að taka strax fram að þeir erfiðleikar sem ég hef í huga stuðla allir að farsælli þróun heimspekinnar. Þeir eru ekki hindranir heimspekilegrar hugsunar. Öllu heldur eru þeir stöðugar áskor- anir þeirra heimspekinga sem vilja svara köllun sinni. Það sem eftir lifir þessarar ritgerðar mun ég fást við ákveðnar hliðar þessarar opinberu ímyndar og vissar hefðbundnar skoðanir og fordóma sem tengjast henni. Áður en ég sný mér að meginrökfærslu minni skulum við veita athygli um stund þeim manni sem hefur lagt meira af mörkum en nokkur annar til opinberrar ímyndar heimspekingsins, nefnilega Sókratesi. Vilji einhver vita hvað það er að vera heimspekingur og hvað heimspekingar gera, þá liggur beinast við að túlka þá ímynd Sókratesar sem sagan hefur að geyma. Ég hyggst einbeita mér að þremur þáttum í lífi Sókratesar sem heimspekings. Í fyrsta lagi var líf Sókratesar tileinkað leitinni að sannri $ekkingu – þeirri þekk- ingu sem leysir sálina úr Mötrum fáfræði og hroka og sýnir raunveruleikann eins og hann er, burtséð frá öllu því sem okkur kann að virðast í hendingu og óvissu daglegrar tilvistar. Sókrates trúði á raunveruleika þeirrar þekkingar sem gæti vísað okkur veginn út úr núverandi aðstæðum okkar og áleiðis til æðri veruleika – ríkis merkingarinnar. En slík þekking er hugsjón, takmark, ef til vill draumur – vissu- lega hvorki staðreynd né leið að nokkru öðru. Í öðru lagi þróaði Sókrates aðferð til að öðlast skilning á hugtökum og upp- götva forsendur skoðana okkar. Þetta er aðferð gagnr#ninnar samræ!u eða rökræ!u þar sem spurningar og svör þátttakenda þjóna þeim eina tilgangi að nálgast hið sanna og rétta. Í þessum skilningi er rökræða andhverfa mælskulistar þar sem fólk teflir fram rökum til að skáka andstæðingum sínum og fullvissa aðra um að það hafi rétt fyrir sér, burtséð frá því hvort um gild rök sé að ræða. Sú aðferð að spyrja og svara í vingjarnlegri samræðu hefur reynst eitt öflugasta kennslutæki sem uppgötvað hefur verið. Í þriðja lagi einkennist lífsafstaða Sókratesar af yfirvegun, samkvæmni og hugarró. Skoðum þessi þrjú einkenni nánar. Okkur ber að yfirvega áður en við trúum einhverju eða tökum nokkrar ákvarð- anir. Okkur ber að vera sjálfum okkur samkvæm bæði í orðum og verkum og okkur ber að bregðast við öllum atburðum með hugarró. Yfirvegun, samkvæmni og hugarró hafa auðkennt afstöðu heimspekingsins gagnvart lífi og raunveruleika allt frá tímum Sókratesar. En því fer Marri að þessar hugmyndir hafi verið festar í sessi í eitt skipti fyrir öll: Þvert á móti! Að baki yfirveguninni býr djúpstæð undrun yfir heiminum og sjálfum manni sem gegnsýrir hugann og ræður þar ríkjum. Heimspekileg yfirvegun er viðleitni til að ná áttum í heimi hugsunar þar sem undrunin er við völd. Að baki samkvæmninni býr skilningur á þeim þversögnum sem gera sífellt vart við sig í orðum, hugsunum og gjörðum og einkenna raunar allt mannlegt líf: Hugur 2013-4.indd 139 23/01/2014 12:57:30
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.