Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 9
Skírnir]
Handritamálið.
3
ins og fyrirkomulags menntamálanna, og er meginið af því
gefið af einstökum mönnum. En þetta er mál, sem sízt má
ganga fram hjá, þegar verið er að gera upp reikningana
milli Dana og íslendinga, því að enginn má ætla, að það
skifti ekki íslendinga, sem nú Iifa og síðar fæðast, hvað
um þessa hluti verður og hvernig með þá er farið. Að
gera upp skuldaskifti þessara tveggja þjóða er alls ekki
til dægrastyttingar einnar; það er alvörumál og nauðsynja-
verk til réttlætingar þeirri þjóð, sem þessar mörgu aldir
laut í lægra haldi og nú loksins er farin að rétta sig úr
kreppunni og að heimta viðurkenningu á því sem hún var
og er. Hingað til hefur hin pólitiska og fjárhagslega hlið
sambandsins við Dani setið í fyrirrúmi fyrir öðru; en þar
sem nú er nokkurn veginn búið að ráða fram úr því, koma
önnur mál til greina, sem krefjast úrlausnar. Enda hefur
þetta mál um forngripi og handrit verið á döfinni um
nokkurn tíma og verið allmikið rætt manna á milli, þó að
ekki hafi mikið birzt á prenti um það almenningi til skiln-
ings og leiðbeiningar. Það er ekki ætlun mín að rita hér
um forngripi; til þess eru aðrir færari en eg. Hins vegar
vildi eg taka handritamálið til umræðu, ef vera mætti, að
eg gæti skýrt það fyrir mönnum. Er þá fyrst að gefa
sögulegt yfirlit yfir handritasöfnunina, afleiðingar hennar
og annað, er þar að lýtur; að lokum skal eg víkja að því,
hversu bezt yrði ráðið fram úr málinu, eins og það nú
horfir við.
IL
Á seinni hluta seytjándu aldar tóku Danir að veita
meiri athygli sögu Iands síns og þjóðar, og bárust þá til
Danmerkur nokkur handrit af konungasögunum og þýðing-
ar frá Noregi. Þegar svo hin latnesku rit Arngríms lærða
um ísland og sögu þess komu út, varð mönnum ljóst að
á íslandi væru handrit og annar fróðleikur, er gæti komið
Dönum að haldi. Þá var það að konungsbréf, dagsett 17.
apríl 1596, var sent til almúgans á íslandi um það, að
skjöl og annað fornfræðilegs efnis skyldi sent til Arngríms,
svo að hann gæti þýtt það og sent til afnota Niels Krag,
1*