Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 58
52
Daði Halldórsson og Ragnheiður Brynjólfsdóttir. [Skírnir
nafn sitt: Daði. Hann hefur líka, samkvæmt þessari skýrslu
í Bréfabókunum, aðstoðað við greftrunina: »It[em] skyldi
S[íra] Árni Halldórsson, sem yfir henni saung, öðlast hundr-
að, síra Daði Halldórsson x aura, Sr Þórður Þorleifsson x
aura«. Og Ragnheiður er að minnsta kosti í Skálholti fram
yfir greftrun ömmu sinnar: »Vegna æru og virðingar við
Ragnheiði Brynjólfsdóttur, dótturdóttur hennar, sem í and-
láti hennar hélt i hennar hönd og bjó um lík hennar, gáfu
þessir nálægir erfingjar uppá sama behag [o: samþykki fjar-
staddra erfingja] sex pör fornar víravirkisspennur, sem átt
hafði Guðrún heitin Árnadóttir, móðir sálugu Halldóru,
móður Margrétar Halldórsdóttur móður Ragnheiðar, sem
þessar spennur fékk í þá minning, að hún skyldi þær eftir
hana bera«.
En einhvern tíma um þetta leyti fer Ragnheiður að
heiman. Jón Halldórsson segir í Biskupasögum: »Um vet-
urinn anno 1661 var Ragnheiður komin, að yfirhelgað var,
í kynnisför til frændkonu sinnar, Helgu Magnúsdóttur í
Bræðratungu«. Bræðratungufólk var, eins og kunnugt er,
nákomnustu vinir biskups. En sjálfur er hann um þetta
skeið sokkinn niður í kaupstörf. Haustmánuðunum heima í
Skálholti er varið til látlausra jarðakaupa eða eignaskifta.
6.
Haustið líður, og fram í miðjan febrúar næsta ár, og
Ragnheiður er enn í Bræðratungu. Þá koina eitt kvöld
heim í Skálholt tveir bræðrasynir biskups, síra Torfi Jóns-
son í Gaulverjabæ og síra Þórður Þorleifsson á Torfastöð-
um, sem þjónaði kirkjunni í Bræðratungu. Helga Magnús-
dóttir hefur látið senda boð eftir síra Torfa. Þegar hann
kemur í Bræðratungu, hefur Ragnheiður Brynjólfsdóttir alið
þar barn sitt, laugardagskvöldið 15. febrúar. »Síra Torfi
Jónsson prófastur var fenginn til að segja M. Brynjólfi
þessi raunatíðindi«, segir Jón Halldórsson. »Setti hann fyrst
hljóðan um stund, þar til honum hrutu af munni orð Psam-
metici Egiptalandskonungs forðum í viðlíku, en ekki sama,
sorgarstandi: Mala domestica majora sunt Iacrymis, eður,