Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 239
ISkirnif
Ritfregnir.
233
Bjarnar Jórsalafara, dóttursyni sínum, Birni Þorleifssyni, hálfa jörð-
ina Vatnsfjörð. Má hann hvorki selja jörðina né gefa, »nema hann
vildi gefa hana guði og sancti Ólafi« (D. I. IV, 530), og er ekki að
efa, hverjum staðurinn er þá helgaður. — Enn má á það minna, að
27. ág. 1452 gefur Gottskálk Hólabiskup fyrri, þáverandi administra-
tor Skálholtskirkju, út aflátsbréf fyrir »kirkju sancti Ólafs i Vatns-
firði« (D. I. V, 94). — Loks má þess geta, að í officialisúrskurði frá
31. ág. 1366 um það ákvæði í máldaga Vatnsfjarðarkirkju: »að hver
búfestur maður og sá er af landi hefur millum ísafjarðarár og Kleifa
í Seyðisfírði, skal ala lamb Vatnsfjarðarkirkju eða gefa ella« (D. I.
III, 211); þar eru þessi lömb kölluð í yfirskrift úrskurðarins »Ólafs-
lömb i Vatnsfirði«. Það virðist þvi fullkomlega skjallega sannanlegt,
að alla tíð meðan Vatnsfjörður er í eign og umsjá ættarinnar, er
kirkjan Ólafskirkja. En þegar Stefán biskup í byrjun 16. aldar nær
staðnum undir biskupsvald, virðist hann um leið hafa skift um nafn-
dýrling kirkjunnar. — Af vísnakveri Fornólfs (bls. 24 neðanmáls) má
sjá, að höf. þeirra kvæða telur Vatnsfjarðarkirkju, með réttu, fyrst
og fremst Ólafskirkju.
62. Vellir l Hnappadalssýslu. Ekki er þeirrar kirkju getið i
skránni. — í sögu Bjarnar Hítdælakappa er komizt svo að orði: »Á
Völlum lét Björn gera kirkju og helga með guði Tómasi postula, og
um hann orti Björn drápu góða. Svo sagði Runólfur Dálksson« (19.
kap.). Engin ástæða er til að vefengja þessa frásögn, allra helzt þar
eð getið er heimildarmanns, sem kunnur er af öðrum ritum. — í
afhending Hitardalskirkju frá árinu 1463 er getið um »eitt kúgildi,
er róðukrossinn á á Völlum« (D. I. V, 407). Vafalaust tel ég, að hér
sé átt við sömu jörð og hefir þá enn haldizt þar einhver helgi-
dómur.
63. Vestmannaeyjar. í hinni yngri sögu Þorláks biskups er getið
farar Páls biskups Jónssonar til Vestmannaeyja. Fyrir áheit á Þorlák
gafst góður byr til Eyjanna. »En þeir hétu því, að honum (o: Þor-
láki) til dýrðar skyldi vígja kirkju þá, er þar var smíðuð« (Bps. I,
307). Ekki verður vitað, við hvora kirkjuna hér er átt, Ofanleitis eða
Kirkjubæjar, og ekki kemur þetta heim við það, sem segir um helg-
un þeirra i þeim máldögum, sem ég hefi séð. En slíkrar frásagnar á
ekki að láta ógetið. — í þessu sambandi má þess geta, sem höf.
lætur með öllu ógetið, að í Árbók Fornleifafélagsins 1913, bls. 35—
41, sbr. og bls. 61—63, ritar Matthías Þórðarson fornminjavörður
mjög rækilega ritgerð um Clemenskirkju í Vestmannaeyjum. Ræðir
þar um kirkju þá, er þeir Gissur hviti og Hjalti Skeggjason reistu i
Vestmannaeyjum árið 1000 og Ólafur konungur Tryggvason hafði
gefið viðinn til. Leiðir M. Þ. að því svo sterkar likur, að telja má
nálega fulla vissu, að sú kirkja hafi verið helguð Clemens páfa.