Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 241
SkirnirJ
Ritfregnir.
235
sem hann var biskup að, íi Hólum á íslandi* (Bps. I, 836). Nú segir
svo i formála fyrir Biskupasögunum, að »fátt mun vera vissara en
það«, að Einar prestur Hafliðason sé höfundur Lárentíussögu, ein-
hver mesti mætisklerkur í Hólabiskupsdæmi á þessari tíð. Má nærri
geta, að hann hefur vitað um helgun dómkirkjunnar. Það er ekki
mögulegt með neinu móti að vefengja þessa frásögn hans um helg-
un dómkirkjunnar á Hólum. Hér er ekki rúm né staður til að ræða
til hlítar um helgun Hóladómkirkju i katólskum sið, en svo sem það
reynist með öllu rangt, að dómkirkjan hafi skift um nafndýrling í
tíð Jörundar biskups, svo er ég og þeirrar skoðunar, að allar bolla-
leggingar höf. um þetta efni séu reykur og markleysa. Dómkirkjan
mun alla tíð hafa verið Maríukirkja. —
í sambandi við það, sem höf. segir um það, hverjum Hóladóm-
kirkja hafi verið helguð, segir hann ennfremur: »Ef eitthvað væri
kunnugt um ölturu, klukkur og helga dóma hinna þriggja fyrstu
Hólakirkna, hefði ef til vill mátt ráða eitthvað um helgun þeirra af
því, en allt og sumt, sem kunnugt er því viðvíkjandi, er, að kirkjan
átti helgan dóm Marteins biskups á dögum Jóns biskups Ögmund-
■arsonar og að Laurentíus biskup lét smíða Laurentiusskrin, en af þvi
verður vitanlega ekkert ályktað. Auk þess átti kirkjan helga dóma
Jóns biskups* (bls. 60). — Við þessi ummæli er sitthvað að athuga.
Fyrst það, að upptalning höf. er litt tæmandi. í lok katólska tíma-
bilsins átti Hólakirkja t. d. enn helgan dóm Guðmundar biskups
(sbr. D. I. K, 295; XI, 850), og þar hefur hann vitanlega verið geymd-
ur alla tíð síðan upp var tekinn. — Hliðstætt við það, sem höf. nefnir,
eru nöfn á einstökum stúkum i kirkjunni, en þau eru kunn bæði frá
fyrri og síðari tíð: Önnustúka, Krossstúka, Maríustúka, Jónsstúka (sbr.
D. I. VIII, 732, 734; IX, 295; XI, 851-852). — Og enn eru til, þó að
frá síðara tíma sé, nöfn einmitt á klukkum dómkirkjunnar: »stór
klukka, sem kölluð er Jónsklukka«, og »Mariuklukka stór« (D. I. XI,
■852). — En sérstaklega ber þess að geta um þessi ummæli höf., að
þó að til væri full vitneskja um þetta, sem höf. nefnir, þá væri alls
ekki hægt, með neinni vissu, að draga af því nokkra ályktun um
helgun dómkirkjunnar. Helzt ætti það að vera helgun altara, sem
af mætti ráða, enda telur höf. þau fyrst. En af nokkrum dæmuni,
sem hér fara á eftir, sést ljóslega, hvert samband er milli þess
hverjum kirkjurnar eru helgaðar og hverjum ölturu þeirra: Garða-
kirkja á Akranesi er helguð Laurentiusi og Sebastianusi, eitt nafn
er kunnugt á altari í henni: Krossaltari (D. I. II, 403). — Reykholts-
kirkja í Borgarfirði var Péturskirkja, en eina nafn á altari í henni,
sem kunnugt er, er: Mariualtari (D. I. VII, 666; VIII, 675). — Skarðs-
kirkja á Skarðsströnd á fyrir verndardýrlinga: Maríu mey, Jóhannes
postula, Ólaf helga, Pétur postula, Mariu Magdalenu og Alla heilaga,
en nafn þekkist á einu altari í henni og það hét: Önnualtari (D. I.