Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 50
44
Daði Halldórsson og Ragnheiður Brynjólfsdóttir. [Skírnir
skólastjóri, Sigurður Guðnason, síðar svili Daða, merkur
maður, og Árni Jónsson, bróðursonur biskupsfrúar. Ferðin
tekur tvo mánuði, allan ágúst og september. Vísitazían
hefst á Skeggjastöðum á Langanesströndum og endar á
Sólheimum í Mýrdal. En þó að ekki verði sagt með nein-
um sanni, að áhugi biskups á andlegum málum, málum
kirkjunnar, hafi farið þverrandi, heldur þvert á móti, er
þessi yfirreið austur þó jafnframt bein kaupferð. Hann á nú
i Múlaþingi einu milli 30 og 40 jarðir eða jarðaparta. Auð-
ur hans, vald og virðing nær á þessum árum og hinum
næstu hámarki sínu og þverr raunar ekki úr því. Og á
hverju ári hefur traust hans á Daða Halldórssyni farið vax-
andi. Hann er handgengnastur biskupi allra ungra manna,
eins og sést á því, að enginn er jafn oft viðstaddur bréfa-
gerðir hans. En Ijósast sést það á því, að á þessum árum
gerir biskup Daða Halldórsson að einkakennara dóttur sinnar.
Ekki verður sagt með fullri vissu, hvenær sú kennsla
hefur byrjað, né hve lengi hún hefur staðið yfir. Þess má
geta til, að hún hafi ekki byrjað fyr en Daði var orðinn
stúdent, og þá staðið yfir tvö eða þrjú ár, þvi að hin eina
frumheimild, sem um þetta fjallar, Biskupasögur Jóns Hall-
dórssonar, setur kennsluna beint í samband við ástafar
þeirra Daða og Ragnheiðar. Hann segir: »Síra Halldór Daða-
son prófastur í Hruna og hans börn voru mannborleg og
á þeim tíma í stóru gengi hjá M. Brynjólfi, og ekki sizt
Daði Halldórsson. Ólst hann að miklu leyti upp í smá-
sveinastandi hjá biskupinum og gat komið sér í kærleika
við hann. Hvernig sem hann var þokkaður af samþjónum
sinum eður öðrum á stólnum, trúði biskup honum framar
öðrum til að kenna dóttur sinni að skrifa og reikna og
annað þvílíkt« — og skýrir síðan beint frá »kynnisför«
Ragnheiðar í Bræðratungu, sem vér munum víkja að síðar..
4.
Það er ekki fyr en vorið 1661, að hver viðburðurinn
rekur annan í sögu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur. Þá er fyrst
að minnast á litla gjöf, sem henni hlotnaðist þetta vor, gjöf„.