Skírnir - 01.01.1929, Page 90
Lífsskoðun Hávamála og Aristoteles.
Hávamál eru að réttu talin eitt hið merkasta af eddu-
kvæðunum. Þau geyma svo mikið af lífsskoðun og lífsspeki
forfeðra vorra, að það ætti að vera oss skylt, að gera oss
sem ljósasta grein fyrir þvi, hver þessi lífsskoðun er, hvaða
rök hún styðst við og hvaða gildi hún hefur. En við slíka
rannsókn er margs að gæta. Hávamál eru ekki eitt sam-
fellt kvæði, heldur safn af kvæðum og kvæðabrotum, ým-
islegs efnis. Sum erindin eru torskilin og mikið um það
deilt, hvernig skýra skuli. Röðin virðist sumstaðar hafa
raskast nokkuð og nýjum erindum ef til vill aukið inn á
stöku stað. Hvert erindi er sér um mál og hugsun, heild
út af fyrir sig. Lífsskoðun Hávamála verður því að finna
með líkum hætti og ef vér hefðum margar perlur, hverja
með sínu einkennilega Ijósbliki, dregnar á band af handa-
hófi. Vér mundum taka þær af bandinu og raða þeim eftir
skyldleika þeirra, svo að fram kæmi sem eðlilegust röð
eða heild. Með þessu er ekki gert litið úr þeirri umgerð
og röð, sem erindin hafa fengið í Hávamálum. Svo sem
kunnugt er, miðar höfundur fyrsta og merkasta kvæðisins
lífsreglur sínar oft við gest, sem ber að garði á ókunnum
stað. En þeim, sem læsi kvæðið fyrst og fremst frá þessu
sjónarmiði, gæti vel farið svo, að hann teldi það aðallega
leiðarvísi í mannasiðum og fyndist þá líklega réttara að
halla sér heldur að nýrri kennslubók í þeim vísindum. Það
mun að vísu engin tilviljun, að Hávamál tala svo margt
um gestinn. Á vit manns, lífsspeki og vald yfir sjálfum sér
reynir mest, þar sem hann stendur einn meðal ókunnugra
og verður eingöngu að treysta sjálfum sér. Og raunar er
gesturinn sönn ímynd mannkynsins. »ÚtIendir og gestir er-