Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 249
Skýrslur og reikningar
Bókmenntafélagsins árið 1928.
Bókaútgáfa.
Árið 1928 gaf félagið út þessar fjórar bækur og fengu þær þeir
félagsmenn, er greiddu félaginu lögákveðið árstillag, 10 krónur:
Skirnir, 102. árgangur...........................kr. 12,00
Safn til sögu íslands, V. 6........................— 3,75
íslenzkt fornbréfasafn, XII. 5.....................— 6,00
Annálar 1400—1800, II. 2...........................— 3,75
Samtals kr. 25,50
Aðalfundur 1929.
Árið 1929, mánudaginn 17. júni, kl. 9 síðdegis, var haldinn að-
alfundur Bókmenntafélagsins í kaupþingssalnum í Eimskipafélags-
húsinu. Hafði fundurinn verið birtur áður á iögmæltan hátt. Forsetí
félagsins setti fundinn og stakk upp á, að fundarstjóri yrði kjörinn
herra adjunkt Jón Ófeigsson, og var hann kjörinn með almennu
lófataki.
I. Því næst minntist forseti iátinna félagsmanna, en þeir voru
þessir:
Einar Einarsson, járnsmiður, Keflavik,
Falk, Hjalmar, prófessor, Ósló,
Gísli Guðmundsson, gerlafræðingur, Reykjavik,
Jóhannes L. L. Jóhannsson, pastor emeritus, Reykjavík,
Jón Laxdal, ræðismaður, Reykjavík,
Ragnar Óiafsson, ræðismaður, Akureyri,
Sigurður Þórólfsson, fyrv. skólastjóri, Reykjavík,
Sveinn Sigurjónsson, kaupmaður, Akureyri,
Valtýr Guðmundsson, prófessor, Höfn,
Þorleifur Jónsson, póstmeistari, Reykjavik.