Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 155
Skírnir]
Nýskólar og nýskóiahugmyndir.
149
manna, menningu og félagslegum ástæðum og er þvi harla
misjafnt. Ber hér að þvi, sem áður er sagt, að ágreining-
urinn milli nýskólanna og eldri skóla er árekstur lífsskoð-
ana, menningarhugsjóna.
Þetta verður ljóst, þegar að því er gætt, að allt skóla-
starf hnígur að tveim höfuðmarkmiðum. Þau má skilgreina,
án þess að kveða nánar á um inntak hvors um sig, á þá
leið, að annað er fólgið í því að veita nemandanum ákveðna
fræðslu, sem að gagni kernur í lífinu og illa má án vera
(materielt markmið). Hitt er fólgið í alhliða þroskun per-
sónunnar, starfsgetu hennar og göfgi (formelt markmið).
Nú verður því trauðlega neitað, að allt fyrirkomulag eldri
skóla hnígur meir til stuðnings við hið fyrra, en gleymir
um of því síðara. Þeir eru í háttum sínum og fyrirkomu-
lagi framkvæmd þeirrar menningarstefnu, sem í blindri of-
trú á verðmæti þekkingarinnar taldi hana það allra lífsins
gæða, sem að mestu hagnýti og haldi gæti komið í bar-
áttu lífsins. öll vélamenning nútímans hnígur að því, að
halda þessari skoðun við. Menningarhugsjónin verður fólgin
í því að veita æskunni þá þekkingu, sem verðmæti hefur
í viðskiftum, sem selja má á vinnumarkaðinum. Gamli skól-
inn er fulltrúi þeirrar stefnu, sem leggur einstrengingslega
áherzlu á hið »materiella« markmið.
Nýskólanum er þveröfugt farið. Hann leggur einstreng-
ingslega áherzlu á hið »formella« markmið. Hann gerir það
í fullu samræmi við þá skoðun nýja tímans (þ. e. eftir
ófriðinn mikla), að þroskun og göfgun persónuleikans sé
mannkyninu meira heillamál og giftudrýgra einstaklingun-
um sjálfum en þekkingin ein. Þeir líta svo á, að ófarnaður
mannkyns hafi stafað af því, að þekking þess stóð í öfugu
hlutfalli við göfgi þess, dugnaður þess í öfugu hlutfalli við
dyggð þess. Frásögulegu sjónarmiði eru nýskólahugsjónirnar
uppreisn mannsandans gegn þessari andlegu þrælkun, gegn
harðneskju lífsbaráttunnar, gegn yfirdrottnan lágra sjónarmiða
yfir öllum vandamálum lífsins. Hvort sú uppreisn leiðir til
fullnaðarsigurs er óráðið mál. En eitt er víst, að umbóta-
barátta nýskólamanna hefur verkað frjóvgandi og hress-