Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 102
96
Lifsskoðun Hávamála og Aristoteles.
[Skírnir
opt fá á horskan,
er á heimskan né fá,
lostfagrir litir. (93)
Og:
heimska ór horskum
gerir hölða sonu
sá hinn mátki munr. (94)
Hin kalda, rólega skynsemi verður hikandi, er hún stend-
ur andspænis frumkrafti lífsins, hinni máttugu ást, og segir:
»Dæmið ekki«.
Hávamál gera ráð fyrir, að hver viti bezt, hvar að
honum kreppir skórinn, og því sé erfitt að gera öðrum til
hæfis og bezt að hlutast ekki til um annara hagi að óþörfu.
Það ráð er skemmtilega orðað:
Skósmiðr þú verir
né skeptismiðr
nema þú sjalfum þér sér;
skór er skapaðr illa
eða skapt sé rangt,
þá er þér böls beðit. (126)
Hins vegar ætlast þau til, að maður láti annara böl til sín
taka, eins og það væri sjálfs manns böl, og snúist önd-
verður gegn þeim, er því valda:
hvars þú böl kant
kveðu þér bölvi at
ok gefat þinum fjöndum frið. (127)
Óteljandi dæmi úr íslendingasögum, og þó ekkert bet-
ur en Gunnars þáttur Þiðrandabana, sanna, hve almennt
það var með forfeðrum vorum, að gera annara böl að sínu,
hjálpa þeim sem í vanda var staddur og leggja líf sitt við.
»Skjóls þykkist þessi þurfa«, segir Helgi Ásbjarnarson, þeg-
ar Gunnar klappar á dyr hans um nótt. Þessi einföldu orð
segja oss allt, sem segja þarf.
Jafnframt brýna Hávamál það fyrir oss, að fagna aldrei
yfir því, sem illt er, heldur gleðjast af því, sem gott er:
Illu feginn
ver þú aldregi,
en lát þér at góðu getit. (128)