Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 106
100 Lífsskoðun Hávamála og Aristoteles. [Skírnir
skynseminnar. Sælan fæst með því að beita skynseminni
rétt og lifa og starfa samkvæmt boðurn hennar. En í slíku
starfi er dyggðin fólgin. Dyggð í þessum skilningi er frum-
skilyrði sælunnar. Til sælu þarf þroska og fullkomnun lífs-
ins. Barnið nýtur ekki eiginlegrar sælu, af því að það er
ekki fært um að starfa á fullkominn hátt. Sælan er að vísu
að nokkru leyti komin undir ytri atvikum. Fátækt, sjúk-
dómar og óhöpp draga úr henni, auður, völd og áhrif eru
tæki til að koma því í frainkvæmd, sem gott er og fagurt.
Barnalán, vinir, heilbrigði, fegurð, gott ætterni eru gæði,.
sem geta fegrað lífið og auðgað. En sá, sem er í sannleika
góður og vitur, getur aldrei orðið »alls vesall«, þó að mót-
lætið geti að vísu dregið úr sælu hans.
Öll siðkenning Aristotelesar markast af skoðun hans
á eðli dyggðarinnar, en dyggð skilgreinir hann á þessa
leið: »Dyggðin er sá háttur viljans, er heldur eðli voru
við mundangshóf eftir ákvæði skynseminnar og svo sem
hygginn maður mundi vera láta« (II. bók, 6. kap. 15)1)-
Og ennfremur: »Dyggðin er mundang tveggja lasta, þess
sem er of og þess sem er van« (II. b., 9. k. 1). Þannig er
t. d. hugrekkið mundang ofurhuga og hugleysis, hófsemi í
nautnum mundang græðgi og leiða, fémildi mundang só-
unarsemi og svíðingsháttar, siðlœii mundang ósvífni og
feimni (II. b., 7. k.), réttlœtið mundang of og van í viðskift-
um manna (V. b., 9. k.) o. s. frv.
»Hyggnin er hæfileiki til að breyta eftir réttum rökum
í þeim efnum, er hagsæld manna varða« (VI. b., 5. k. 6).
»Hyggnin er lil að gæta þess, sem réttlátt er og fagurt og
gott fyrir mennina« (VI. b., 13. k. 1). »Ætlunarverki sínu
lýkur maðurinn eftir því sem hyggni hans og mannkostir
eru til; því að dyggðin setur rétt markmið, en hyggnin
gerir það sem þarf til að ná því« (VI. b., 13. k. 6).
Einn fegursti og frægasti kaflinn í siðfræði Aristoteles-
ar er um vináttuna. Hann bendir fyrst á það, að vináttan
>) Hér er vitnað i: Aristotelis Ethica Nicomachea ex recensione:
Immanuelis Bekkeri. Oxonii MDCCCLXXVII.