Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 47
Skirnir] Daði Halldórsson og Ragnheiður Brynjólfsdóttir. 41
sú jörð, ef Ragnheiður hefði ekki verið í meira dálæti hjá
föður sínum. Raunar eignaðist hún hana aldrei. Það varð
loks að sáttum, að ekki væri lagt til þessarar jarðar meðan
þeir lifði báðir, biskup og Ásmundur, og fullt ár leið ekki
á milli dauða þeirra.
3.
Úr þessu finnst ekkert skráð um Ragnheiði fyr en Daði
Halldórsson er orðinn kennari hennar.
Fæðingarár Daða hefur þótt vafasamt. Hann var fædd-
ur í júlí 1636, og var því 5 árum eldri en Ragnheiður. Það
verður ekki séð af beinustu gögnum, svo sem skólaröðinni
frá Skálholti (pr. í Sögurit XV) frá árunum 1653—4 og 4
—5, þar sem aldursár Daða eru talin 17 og 18, dvalarár í
skóla 4 og 5, því að óvíst er, hvenær á árinu skýrslan er
tekin. En þá er manntalið 1703, sem nýkomið er úr Ríkis-
skjalasafni Dana. Manntalið i Eystrihrepp er dags. 3. júlí
1703 og Daði skráir sig þar 66 ára. Hann er þá ekki fædd-
ur öllu fyr en 3. júlí 1636. Vígslubréf Daða er frá 28. júlí
1661, vígsludeginum. Hann er þá orðinn 25 ára þann dag,
því að fyr máttu prestar ekki vígjast. Hann er þá ekki
fæddur síðar en 28. júli 1636. Biskup er ósveigjanlegur um
þetta atriði kirkjuskipunarinnar, eins og bréfaskifti þeirra
Helgu í Bræðratungu 1669 bera ljósast vott um, og þá
sjaldan, er hann neyðist til að gera undantekningar (sbr.
vigslubréf 6. marz 1670 o. fl.), er ástæðan jafnan greind í
vigslubréfinu. í vígslubréfi Daða er engu slíku til að dreifa.
Þvert á móti segist biskup hafa »yfirheyrt hann og exa-
minerað« og siðan »prestvígt og ordinerað eftir formi og
fyrirskikkun Majestatis ordinantíu«.
Faðir Daða, Halldór Daðason prófastur i Hruna, var
aldavinur biskups og mikils metinn af honum; var jafnan
í dómum hans. Hann var hálfbróðir sira Jóns Daðasonar í
Arnarbæli, hins lærðasta manns. Fríðleikur og fjör, glað-
værð og glettni, gáfur og hagsýni fylgdu þeirri ætt. Hall-
dór átti þá tvo sonu, Áma og Daða, og fjórar dætur. Árni
var eldri þeirra bræðra og kom fyr í skóla, en þeir voru