Skírnir - 01.01.1929, Side 88
82
Daði Halldórsson og Ragnheiður Brynjólfsdóttir. [Skirnir
Maríu Ærukrans) hrynhent, og þó ekki nema ferhent, 158
erindi auk stefs. Þetta lengra er þeirra merkara.
Brynjólfur Sveinsson orti meðal annars lofkvæði um
Maríu mey á latínu, en annars var farið að minnka um það
á þessari rétt-trúnaðar-öld. Þess gætir varla lengur. Daði
yrkir ekki annað sem geymzt hefur, svo víst sé. Af Mariu,
kvæði biskups og öðru til, krosskvæði, hefur verið dregin
sú ályktun, að hann hneigðist til katólskrar trúar. Það er
fjarri öllum sanni, guðfræði biskups var lútersk. Það er
ekki einu sinni rétt um Daða, þó að kvæði hans gætu
virzt katólskari, af því að tign hans á Guðsmóður er djarf-
ari. En í Maríukvæði biskups þekkjum vér Guðsmóður
heilagrar kirkju. Hjá Daða hverfur mynd hennar smám
saman, og fram stígur önnur, sem ekki á heima í gotnesku
rökkri kirknanna. Þessu líka þekkjum vér ekki Maríu mey.
Vér þekkjum ekki Guðsmóður á skólabekknum. En þessi
er ljós og hrein og veitir huggun eins og hún, og kemur
nær oss en nokkur Guðsmóðir hefur gert. Af hverju?
Af því blátt áfram, að það er eins og vér sjáum ungan elsk-
huga hennar sitja með hönd undir kinn og horfa hugfang-
inn á hana með oss.
Úr því að oss finnst Ragnheiður Brynjólfsdóttir standa
að baki sumum ljóðlínum Maríukvæðisins — svo að jafn-
vel fæðingardagsins er getið — er þá leyfilegt að halda,
að Daði hafi þar sjálfrátt töfrað mynd hennar fram og
veitt henni síðasta athvarfið undir blæju Guðsmóður?
Vér vitum það ekki.
Vér vitum það ekki, og vér getum ekki fært að því
nein söguleg rök. En sögunni höfum vér verið trúir, og
látið hana halda því sem hún á. í staðinn vildum vér fegnir
mega halda þeirri unaðsamlegu tilhugsun, að þegar grafir
þeirra eru löngu gleymdar, standi enn þessi minnisvarði yfir
Ragnheiði Brynjólfsdóttur, sem Daði Halldórsson hafi sjálf-
ur reist henni: