Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 235
SkírnirJ
Ritfregnir.
229'
Mariukirkju (D. I. III, 227, c. 1367). Og í Jrrem máldögum öðrum:
Vilkins (D. I. IV, 163, c. 1400), máldaga, sem árfærður er til c. 1470
(D. I. V, 597) og Stefáns (D. I. VII, 67, c. 1500) er María talin nafn-
dýrlingurinn, en kirkjan og helguð Jóhannesi. Ályktanir höf. eru með
öllu óverjandi.
38. Marðarnúpur i Vatnsdal. Þessa kirkju vantar í skrána, en
hún var Jakobskirkja (D. I. IV, 512).
39. Mariubakki i Fljótshuerfi. Þess getur í máldaga Kálfafells-
kirkju í Fljótshverfi, frá 1390, að »item gaf síra Njáll 12 ær bænhús-
inu á Bakka« (D. I. III, 451). Þessi jörð heitir nú Maríubakki og er
ekki að efa, að bænhúsið þar hefur verið Maríu helgað.
40. Mársstaðir í Skiðadal. Þessa kirkju vantar í skrána. í skip-
un Gottskálks biskups Kænekssonar um ljóstolla á Mársstöðum segir
hann berlega, að þar var Þorlákskirkja (D. I. V, 124).
41. Meðalfell í Kjós. Höf. fellir úr verndardýrlingatölunni Þor-
lák helga, sem þó er greinilega talinn með á þeim stað, sem höf.
vitnar til í Vilkinsmáldaga (D. I. IV, 115).
42. Melar á Skarðsströnd. Ekki getið um i skránni. Stefán
biskup Jónsson skipar söng að bænhúsi þar 1492 »í heiður við alls-
valdanda guð, jungfrú Maríam guðs móðir og alla he!ga« (D. I
VII, 132).
43. Mosfell í Grlmsnesi. Höf. telur kirkjuna helgaða Maríu, Jó-
hannesi postula og Ólafi og vitnar um það i Vilkinsmáldaga (D. I.
IV, 89). Þetta er gersamlega rangt. Kirkjan er þar eingöngu talin
helguð Maríu. Ég hef ekki rekist á neitt, sem styður mál höf.
44. Ofanleiti í Vestmannaeyjum. Höf. telur kirkjuna helgaða
Andrési postuia einum. Svo er og gert í máldaga Stefáns biskups,
sem höf. vitnar til (D. I. VII, 41). — En í miklu eldri máldaga Kirkju-
bæjarkirkju í Vestmannaeyjum, sem doktor Jón Þorkelsson telur að
Staða-Árni hafi sett, er svo að orði komizt: »Þangað liggja til kirkju-
tíundir allar að helmingi og svo vaxtollur, en helmingur til Péturs-
kirkju þeirrar, er fyrir ofan leiti er« (D. I. II, 66).
45. Ós í Steingrimsfirði. Ekki talið í skránni. Stefán biskup
leyfir söng að bænhúsi þar »í heiður við almáttugan guð, jungfrú
Mariu og hina heilögu Önnu« (D. I. VIII, 575).
46. Pétursey í Mýrdal. Jón Sigurðsson telur, að máldagi, sem
til er fyrir kirkju i Keldudalsholti, sem nú heitir Keldudalur, í Mýr-
dal, muni vera frá tið Þorláks helga. Um prestsþjónustu til kirkj-
unnar segir þar: »Þangað skal syngja annan hvern dag löghelgan,
og hinn fjórða hvern óttusöng, og skal kaupa söng þann tveim
mörkum vaðmála og skal sækja prest í Eyina há um vetur með
hest, ef eigi má þurt ganga á milli« (D. I. I, 251). — Verður ekki
með vissu séð af þessu, að um þetta leyti hafi verið kirkja i Eyjunni
há. Ekki hef ég heldur rekizt á rök fyrir því í máldögum. En þessi