Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 221
Skírnir]
Um Vilhjálm annan.
215
i bréfi til Nikulásar 2., að bölvun guðs hafi alltaf hvílt yf-
ir Frökkum, síðan þeir tóku konung sinn og drottningu af
lífi í stjórnarbyltingunni. Honum þykir það ekki eingöngu
sorglegt. heldur hlægilegt, að Nikulás sé bandamaður »em-
bættisbróður okkar, skógarhöggsmannsins Falliéres«. En þó
kastar fyrst tólfunum, er talið berst að forfeðrum sjálfs
hans. Á fyrstu ríkisstjómarárum sínum varð honum tið-
ræddast um Fr ðrik mikla, síðar ruglaði hann seint og
snemma um afa sinn, Vilhjálm 1., sem hann nefndi Vil-
hjálm hinn mikla. Þessi garnli heiðursmaður, sem aldrei
mátti vamnr sitt vita og aldrei lét sér raupsyrði um munn
fara, varð fyrir þeim ósköpum eftir dauðann, að sonar-
sonur hans lét ekkert tækifæri ónotað til þess að gera
sjálfan sig og hann hlægilegan. Um Bismarck og aðra
ráðgjafa afa síns komst Vilhjáhnur m. a. svo að orði, að
»þeir hefðu notið þess heiðurs, að mega framkvæma hugs-
^nir Vilhjálms l.« en aldrei hefðu þeir verið annað en verk-
færi í höndum hans! Öðru sinni sagði hann, að guð op-
inberaðist við og við í miklum mönnum, t. d. »Hammurabi,
Móses, Abraham, Hómer, Karli mikla, Lúther, Shakespeare,
Goethe og Vilhjálmi keisara hinum mikla«. Mörg slik vit-
firrt öfugmæli hans mætti tilfæra. Eitt sinn hafði einn sendi-
herra hans sagt í skýrslu, að engum væri gefið að sjá mörg
■ár fram í timann. Vilhjálmur ritaði þá utanmáls: »Þessi
gáfa er til! Þjóðhöfðingjar hafa hana oft, stjórnmálamenn
sjaldan, stjórnar-erindrekar nálega aldrei«.--------—
Á fyrsta áratug þessarar aldar varð það lýðum Ijóst,
að þýzka ríkið einangraðist meir og meir og að áhrif þess
á stjórnmál heimsins fóru þverrandi, Bismarck hafði reynt
að innræta stjórnmálamönnum Þýzkalands vendilega, að
þýzka ríkið ætti jafnan að eiga vingott við Rússland og
England. Hitt hafði hann og brýnt rækilega fyrir þeim,
að.láta Austurríki aldrei teygja sig út í »Balkanævintýri«.
Vilhjálmur 2. og hans menn brutu öll þessi boðorð af
ráðnum hug eða fyrir handvömm. Tortryggni stórþjóðanna
ápólitik »friðarkeisarans«, semalltaf hafði í heitingum, var orð