Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 195
Skirnir]
Um Vilhjálm annan.
189
ann í Cassel og útskrifaðist hann þaðan 18 ára gamall, en
hlaut heldur lélega burtfarareinkunn og varð ekki nema
10. af 17. Þó er talið tvímælalaust, að hann hafi haft lið-
ugri námsgáfur en flestir bekkjarbræður hans. En annað
nokkuð skorti. Hinzpeter kvartar undan því, hve torvelt hafi
verið að fá hann til þess að sinna alvarlegu námi eða ein-
beita huganum að nokkru verkefni. Að vísu hafi oft tekizt
að knýja hann til þess um stund með hörðum aga, en
innsta eðli hans hafi þó jafnan verið hið sama. Síðar sagði
Hinzpeter, að keisaranum hefði aldrei tekizt að temja sér
þá höfuðskyldu þjóðhöfðingjans að vinna. Þessi einkenni
hans, — gott næmi og verkfælni, — héldust alla ævi.
Zedlitz-Triitzschler, sem var hirðstjóri hans um 10 ára
skeið og varð fullsaddur sinna lífdaga í þeirri þjónustu, dá-
ist að því, hve skjótt honum hafi unnizt að afla sér þekk-
ingar um hin og þessi efni, sem hann þurfti að ræða við
stjórnmálamenn eða fræðimenn, sem áttu að koma til við-
tals við hann. Nærri má geta, að svo fljótnuminn fróðleik-
ur hefir ekki stáðið djúpt eða fast, en svo var hann tungu-
mjúkur og snarráður í viðræðum, að jafnvel lærðir menn
og skarpsýnir gengu oft af fundi hans með þeirri sannfær-
ingu, að þeir hefðu átt orðum að skifta við vitran mann
og fjölfróðan. Hins vegar kvörtuðu ráðgjafar hans oft und-
an eirðarleysi hans og óþolinmæði, er þeir áttu nauðsynja-
mál við hann að ræða eða þurftu að flytja honum erindi
um ríkismálefni, sem enga töf þoldu. Ef vel lá á honum,
veitti hann þeim að vísu góða áheyrn. En ef hann þóttist
hafa öðru að sinna, — eða ef hann þóttist vita betur en
ráðgjafinn, sem ekki var sjaldgæft, þá gat verið örðugt og
jafnvel ókleift að festa hug hans við málefnið. En að við-
skiftum hans við ráðherra sína mun síðar vikið.
2.
Líkamslýti Vilhjálms var honum bagalegt alla ævi. En
ein hin raunalegasta afleiðing þess var þó sú, að foreldrar
hans lögðu vegna þess fæð á hann frá blautu barnsbeini,