Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 35
Skirnir]
Handritamálið.
29
og síðan 1919 oft einnig fe'gið fé úr dansk-íslenzka sam-
bandssjóðnum. Það er engum efa bundið, ef félagið breytti
útgáfuaðferð sinni, sem nú er næsta úrelt, mundi félagatal
aukast erlendis og auk þess sjálfsagt ritin seljast meira í
lausasölu.
Þegar Hafnardeild Bókmenntafélagsins var flutt til
Reykjavíkur, stofnuðu nokkrir íslendingar í Kaupmannahöfn
félag, sem þeir nefndu »Hið íslenzka Fræðafélag í Kaup-
mannahöfn«. Samkvæmt lögum þess (20. júní 1912 og 20.
febr. 1913) er þetta almennt bókmenntafélag, en félagsins
verður að geta hér bæði vegna þess að það kallar sig ís-
lenzkt og á heima í Danmörku, og af þvi svo segir i 1.
grein laganna, að »þá er félagið gefur út gömul rit, bréf
og önnur skjöl, verður sérstaklega tekið til þeirra, sem
geymd eru í handrita- og skjalasöfnum í Kaupmannahöfn«.
Félagsmenn skulu aðeins vera tólf og eiga allir að búa í
Kaupmannahöfn eða þar í grennd. 2. grein félagslaganna er
svo einkennileg, að eg gét ekki stillt mig um að setja hana
hér: »Félagið skal ávalt hafa fast aðsetur í Kaupmanna-
höfn og má aldrei þaðan flytja. Ef svo kann til að vilja,
að eigi eru nægilega margir menntaðir og ritfærir íslend-
ingar í Kaupinannahöfn og þar í grennd til þess að halda
félaginu uppi, skulu eignir þess afhentar til geymslu og
ávöxtunar einhverjum af hinum löglegu sparisjóðum í Kaup-
mannahöfn, þangað til íslenzkir menntamenn í Kaupmanna-
höfn verða aftur færir um að halda félaginu áfram, og
skal Kennsluinálaráðuneytinu þegar send tilkynning um það.
Félagsstjórnin skal árlega gefa Kennsluinálaráðuneytinu
skýrslu um efnahag félagsins og gjörðir. Þessari grein má
aldrei breyta nema með samþykki Kennslumálaráðuneytis-
ins«. Þetta er víst í fyrsta skifti, að islenzkt félag hefur
kropið un iir klæðafald danska kennslumálaráðherrans, og
er auðséð, í hvaða tilgangi stofnendurnir hafa gert það;
það hefur átt að vera bæði til styrktar og verndar; til
styrktar, svo að þeir fengju fé úr dönskum rikissjóði, og
til verndar, svo að hægt væri að flýja á náðir kennslu-
málaráðherrans, ef einhver vildi flytja féiagið eða eignir