Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 37
Skírnir]
Handritamálið.
31
mörku. Félagið hefur líka leitað á náðir Alþingis til útgáfu
Jarðabókar þeirra Árna og Páls, og þegar fengið 13,000
kr. af landsfé til hennar. Það virðist nokkuð hæpið fyrir
Alþingi að styrkja íélag með svona fyrirkomulagi, en Iáta
innlendu félögin sum svelta heilu og hálfu hungri. Það
gæti líka verið álitamál, hvort bráða nauðsyn bar til að
koma Jarðabókinni á prent; hins vegar var áríðandi, að fá
handritið af henni heim til íslands, en sumir Fræðafélags-
menn voru ekki sem meðmæltastir neinni skjalaafhendingu
þangað. í stað Jarðabókarinnar finnst mér að Alþingi hefði
átt að láta sér annt um Alþingisbækurnar, að þær kæmust
út fyrir þúsund ára afmælið; það hefði átt að vera okkur
metnaðarmál. Hvaða framtíð Fræðafélagið eigi í Höfn, er
auðvitað ekki hægt að segja, en ekki er útlit fyrir sem
stendur, að þar muni dvelja á næstunni margir íslenzkir
fræðimenn, og þá líklega því síður sem lengra líður frá.
V.
Af þvi sem að framan er skráð er það Ijóst, að það
er engin tilviljun, að íslenzk handrit og skjöl hafa komizt
til Kaupmannahafnar. Eins og eg tók fram í byrjun greinar
þessarar, hefur stjórnin beinlinis og óbeinlínis valdið því.
Hvert konungsbréfið rak annað um að fá þetta þangað til
láns eða kaups, og þá var auðvitað sízt slegið hendinni á
móti gjöfum. Þessi afstaða stjórnarinnar til málsins gerði
söfnurum eins og Þormóði Torfasyni og einkum Árna Magn-
ússyni hægra fyrir að ná í það, sem þeir girntust, enda
voru báðir í konungsþjónustu. Þetta hlýtur að koma til
greina við umræður um handritamálið, og þótt það ef til
vill núna geti ekki gefið okkur beinar réttarkröfur til hand-
rita og skjala, er í tilefni af stjórnarbréfum hafa verið flutt
úr landi (enda munu þau ekki liggja laus fyrir), þá gefur
það okkur samt góða ástæðu til að leita samninga um
málið. Öll sanngirni og að nokkru leyti nauðsyn mæla líka
með því, að sumu af þessu, sem beinlínis vantar í söfn
heima, sé skilað aftur, og jafnframt, að íslendingum sé tryggt
eftirlit með og stöðugur aðgangur að því, sem er af þess