Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 11
Skírnir]
Handritamálið.
5
þar við skýringu fornfita og að búa þau undir prentun.
En það var hið mesta óhapp, að þessi prentsmiðjustofnun
fórst fyrir, og hafði hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir and-
legt líf þjóðarinnar. Um þessar mundir voru menn vakandi
og viljugir til starfa, og ef þá hefðu verið prentuð forn-
ritin, hefði það orðið mjög til uppörvunar og fróðleiksauka,
þar sem þau þá hefðu komizt í hendur almennings, og auk
þess hefði við það sjálfsagt margt varðveitzt frá glötun.
Upp frá þessu fór andlega lífinu hnignandi og áhuginn
minnkaði, enda var nú tekið að flytja handritin burt úr landi
svo að um munaði. Brynjólfur biskup neitaði boðinu að fara
til Danmerkur og gerðist eftir þetta helzt til ör á að senda
þangað handrit, bæði til kunningja sinna og mest til kon-
ungs, enda rak nú hvert konungsbréfið annað um að fá
þau eða eftirrit af þeim. Árið 1656 fékk biskup konungs-
bréf með Þórarni Eirikssyni, sem hann hafði sett frá prest-
skap; en Þórarinn hafði farið til Danmerkur og komið sér
þar í mjúkinn hjá konungi, og var nú sendur með þetta
bréf til biskupsins þess efnis, eftir frásögn síra Jóns Hall-
dórssonar, »að útvega hér í landi þær antiqvitates, sögur
og gömul document, sem fást kynni hans Majestæt til þén-
ustu og þóknunar, og til að auka hans kónglega biblío-
thecum, hvað M. Brynjólfur stundaði að gera, auglýsandi
bréflega í lögréttu á alþingi anno 1656 þennan kóngsins
vilja, og bað alla hér á landi að láta sig fá til kaups eða
láns til að láta skrifa eftir slíkar gamlar fræðibækur, hvar
fá væri, bjóðandi fullt andvirði þeim, er selja vildu; svo
ef nokkur vildi slíkt antiqvitet skeinkja kóngl. Majst., bauð
hann sig til þeirra móttöku, og að frambera þau fyrir hans
Majst., svo sérhver mætti sinnar æru og velvildar njóta,
sem hann til vinnur.«’) Bréfið sjálft er því miður glatað.
Hér var auðsjáanlega gott tækifæri til þess að vinna hylli
konungs, en menn virðast ekki hafa verið fúsir að renna
á agnið, því ekki verður það fundið, að nokkur hafi sent
neitt nema biskupinn sjálfur, en hann var Iíka því stór-
') Biskupasögur. I. 1903—10, bls. 280.