Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 200
194
Um Vilhjálm annan.
[Skírnir
sína yfir rás viðburðanna, enda þyrptust nú augnaþjónar
og smjaðrarar kringum hinn unga, hégómlega mann, sem
allir vissu, að mundi verða einn voldugasti maður heims-
ins vonum bráðar.
Þeirrar stundar var og ekki langt að bíða. Friðrik keis-
ari andaðist 15. júní 18S8 eftir mikil harmkvæli. Hann hafði
oft átt bágt ineð að una völdum Bismarcks, hins mikla of-
jarls, en á banasænginni varð honum þó að leita athvarfs
hjá honum. Næst síðasta daginn, sem hann lifði, stóðu þau
Bismarck og keisarafrúin við rúm hans. Keisarinn mátti
ekki mæla, en hann greip hendur þeirra beggja og tengdi
þær saman. Þar með fól hann konu sína Bismarck á hönd,
vitanlega í þeim tilgangi, að hann héldi hlífiskildi yfir henni
gegn syni hennar. Það kom og brátt í Ijós, að þessi uggur
keisarans um framtíð konu sinnar var ekki ástæðulaus. Þvi
að óðar en hann hafði gefið upp öndina, lét Vilhjálmur her-
mannaflokk umkringja höll foreldra sinna og bannaði að
nokkur færi þar út eða inn, eða að bréf væri borið þar út
eða inn, nema með sínu leyfi. Hann grunaði móður sína
um landráð, að hún ætti óleyfileg mök við Englandsstjórn,
en nú hafði hann völdin og móðir hans var fangi hans!
Með þessari hrottalegu ráðstöfun hófst ríkisstjórn Vil-
hjálms 2.1
3.
Bismarck hafði all-náin kynni af Vilhjálmi um þær
mundir, er hann tók keisaradóm. Svo sem fyr var getið,
hafði Vilhjálmur lengi haldið því mjög á loft, að hann væri
sanntrúaður fylgismaður kanzlarans, og Bismarck segir í
endurminningum sínum, að árið 1884 hafi Vilhjálmur hafið
bréfaskifti við sig, sem síðan héldust þangað til hann varð
keisari. Bismarck getur þess ekki með einu orði, hvernig
sér hafi getizt að þessum bréfaskiftum í upphafi, en 29.
nóv. 1887 skrifaði Vilhjálmur honum bréf, og 21. des. s. á.
annað, og voru bæði þess efnis, að hárin risu á höfði kanzl-
arans. Hann var vanur að svara bréfum skjótt og skilvís-
lega, og þá ekki sízt, ef konungbornir menn áttu í hlut.