Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 170
164
Úlfljótur.
[Skirnir
legast, að norskar fyrirmyndir mundi helzt að haldi koma.
Það mun því mega telja það mjög viturlega ráðið af höfð-
ingjum, að senda trúnaðarmann sinn til Noregs til að undir-
búa lagasetninguna.
Nú er ókunnugt, hvaða ár Úlfljótur hefur farið utan.
En öllum ber heimildunum saman um það, að hann hafi
dvalizt þrjá vetur í Noregi í þeirri ferð. Þau ár notar hann
til að undirbúa íslenzku allsherjarlögin. Segja Landnámu-
bækurnar og Hauksbók, að þeir Þorleifur spaki hafi »sett«
lög þau, er síðan voru kölluð Úlfljótslög. Þetta er vitan-
lega of mælt. Þeir gátu engin lög sett landinu, því að til
þess þurfti samþykki landsmanna sjálfra. Melabók (Kh. 1921,
bls. 144) segir, að þeir Þorleifur spaki hafi »samanskrifað«
lög þau, er Úlfljótur hafði út og Úlfljótslög voru kölluð.
Þessi írásögn er vitanlega líka röng. Á þeim tímum þekktu
menn ekki ritlist í Noregi og frumvarp Úlfljóts hefur aldrei
skráð verið. Ari orðar þetta réttar. Hann segir einungis,
að Úlfljótur hafi haft »fyrst lög út hingað úr Noregi«. Þetta
er þó ekki heldur alveg nákvæmt, því að frumvarp var
það einungis til laga, sem fyrst gat orðið lög, er samþykki
landsmanna kom til.
En hvað gerist svo eftir komu Úlfljóts aftur til íslands?
Heimildarritin svara því svo: »En er hann kom út, var sett
Alþingi« (Landnáma, Hauksbók, Vatnshyrna, Þorsteins þátt-
ur uxafótar) og »Alþingi var sett að ráði Úlfljóts og allra
landsmanna, þar er nú er« (Ari fróði). En þetta hefur ekki
gerzt svo fljótt, sem ráða mætti af orðalagi heimildarrit-
anna. Það hefur þurft tima til að boða menn um land allt
til fundar, þar sem frumvarp til hinnar nýju skipunar skyldi
rætt og kynna mönnum uppástungur Úlfljóts og fá menn
til fylgis við þær. Hefur nauðsynlegt verið, að undirbúa
málið nokkuð á íslandi áður en allsherjarfundur væri um
það haldinn.
Ari einn segir frá því, að Úlfljótur hafi átt fóstbróður,
sem Grímur hafi heitið og verið kallaður »geitskór«. »Geit-
skör« er líklega réttara og hefur hann þá dregið viðurnefni
sitt af hári sínu (skör = hár, geitskör = geitarhár). Segir