Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 28
22
Handritamálið.
[Skímir
mannahöfn um langt skeið miðstöð fyrir iðkanir norrænna
fræða. Á þessu tímabili komust þar því á fót ýmsar stofn-
anir eða félög, er fengust við útgáfu og skýringu íslenzkra
og norskra rita, því að megnið af norskum handritum hafði
líka komizt til Danmerkur. Það er tilhlýðilegt að víkja
nokkrum orðum hér að þessum stofnunum.
Elzt þeirra er auðvitað Árnanefndin. Eg get orðið fá-
orður um hana og störf hennar, því að næsta ár mun koma
yfirlit yfir sögu hennar, og er þá tími til að athuga hana.
Eitt atriði mætti þó drepa á hér, og í sambandi við það
vildi eg leyfa mér að segja ofurlitla sögu. Sumarið 1903
dvaldi prófessor Fiske nokkrar vikur í Kaupmannahöfn og
var þá að semja bækling, er »Mímir« var kallaður og margir
munu kannast við, Eg aðstoðaði hann dálítið við það. Eg
man ennþá eftir því, hve gremjan sauð í honum, þegar
hann var að setja saman greinarkornið um Árnasafnið,
því að hann hafði þá tekið eftir þvi, að enginn íslending-
ur var í nefndinni. Það vildi hann víta, eins og hann líka
gerði, án þess þó að móðga. Þá var prófessor J. L. Ussing
formaður nefndarinnar, latínufræðingur, sem ekki var bæna-
bókarfær á íslenzku og hafði enga þekkingu og enn minni
áhuga á norrænum fræðum. Þetta vissu allir kunnugir, og
Fiske lika, en það hefði þótt móðgandi að segja slíkt opin-
berlega á prenti, og því bætti Fiske við eftir nöfn nefnd-
armannanna, að enginn þeirra hefði komið til íslands. Að
vísu var þetta undantekning, að enginn íslendingur sat í
nefndinni, því að annars hefur jafnan verið þar einn, og stund-
um tveir íslendingar, enda eru þeir einu nefndarmennirnir,
sem hafa unnið nokkuð verulega í henni, ásamt skrifurunum,
sem alltaf hafa verið islenzkir, að Kaalund undanteknum.
En hnútan frá Fiske hittir þó markið, því að einmitt vegna
þess, að menn eins og Ussing hafa svo oft setið í nefnd-
inni, er hún það, sem hún er. Hún er eiginlega ennþá
átjándu aldar nefnd, sem ekki hefur lagað sig eftir tíman-
um, og ekki hefur breytt fyrirkomulagi sínu eða bókaút-
gáfu, enda er það nú mjög úrelt. Hún hefur verið fram-
takslaus og ekki þekkt sinn vitjunartíma. Ef hún hefði haft